| Sf. Gutt
Markmaðurinn Danny Ward hefur verið kallaður heim til Liverpool úr láni hjá Aberdeen. Líklega telur Jürgen Klopp að það þurfi að auka samkeppni markmannanna hjá félaginu. Danny, sem hefur verið valinn nokkrum sinnum í landslið Wales, hefur þótt spila geysilega vel með Aberdeen sem er meðal efstu liða í Skotlandi. Hermt er að hans verði sárt saknað í Aberdeen.
Simon Mignolet verður auðvitað aðalmarkmaður áfram og hefur staðið sig þokkalega en Adam Bogdan hefur ekki staðið undir væntingum. Ungverjinn kom Liverpool reyndar áfram í Deildarbikarnum þegar það rétt hafðist að slá Carlisle út í vítaspyrnukeppni í haust. En hann gerði slæm mistök á móti Watford í desember og ekki batnaði það þegar hann hann fékk á sig mark úr hornspyrnu á móti Exeter á föstudagskvöldið. Það verður gaman að sjá hvort Danny fær einhver tækifæri þegar Simon verður næst hvíldur.
TIL BAKA
Danny Ward kallaður heim

Markmaðurinn Danny Ward hefur verið kallaður heim til Liverpool úr láni hjá Aberdeen. Líklega telur Jürgen Klopp að það þurfi að auka samkeppni markmannanna hjá félaginu. Danny, sem hefur verið valinn nokkrum sinnum í landslið Wales, hefur þótt spila geysilega vel með Aberdeen sem er meðal efstu liða í Skotlandi. Hermt er að hans verði sárt saknað í Aberdeen.

Simon Mignolet verður auðvitað aðalmarkmaður áfram og hefur staðið sig þokkalega en Adam Bogdan hefur ekki staðið undir væntingum. Ungverjinn kom Liverpool reyndar áfram í Deildarbikarnum þegar það rétt hafðist að slá Carlisle út í vítaspyrnukeppni í haust. En hann gerði slæm mistök á móti Watford í desember og ekki batnaði það þegar hann hann fékk á sig mark úr hornspyrnu á móti Exeter á föstudagskvöldið. Það verður gaman að sjá hvort Danny fær einhver tækifæri þegar Simon verður næst hvíldur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

