| Sf. Gutt
Fyrsti jólaleikurinn er sannkallaður stórleikur. Liverpool fær topplið deildarinnar í heimsókn á Anfield. Nei, það kemur hvorki frá London eða Manchester. Toppliðið er Leicester City og líklega gæti maður verið að fá útborgun fyrir heimsreisu hefði maður veðjað á að Liverpool mætti toppliði deildarinnar á öðrum degi jóla þegar leikjadagskráin var kynnt í sumar.
Það er ekki annað hægt að heillast af Leicester City og því hvernig liðið hefur spilað á leiktíðinni. Fyrir ári var liðið við botn deildarinnar en það náði að bjarga sér með mögnuðum endaspretti í vor. Stig á nýjársdag á Anfield kom sér vel en þá jafnaði liðið 2:2 eftir að Steven Gerrard kom Liverpool í 2:0. Liðið hélt svo áfram á sömu braut og það lauk síðustu leiktíð. Það lék af krafti og beitti hröðum sóknum. Jamie Vardy og Riyad Mahrez hafa raðað inn mörkum og fáar varnir hafa náð að hafa hemil á þeim. En lið nær ekki svona árangri nema að spila sem liðsheild. Tveir menn koma liði ekki á toppinn í neinni deild.
Eftir góða byrjun undir stjórn Jürgen Klopp hefur Liverpool fatast flugið. Fyrir síðustu þrjá leiki liðsins hefðu flestir spáð því að liðið myndi eiga góða möguleika á níu stigum. Staðreyndin er sú að liðið fékk eitt stig út úr leikjunum þremur og aðeins tvö mörk litu dagsins ljós. Liðið fékk skell í síðasta leik í Watford og í þeim leik sást berlega að Jürgen á mikið verk óunnið. Kannski meira verk en margir héldu eftir fyrstu leikina sem hann stýrði liðinu.
Á morgun verður liðið að rífa sig í gang. Atlaga að sæti í Meistaradeildinni hefur fjarað út það sem af er mánaðar og nú dugar ekkert annað en að herða upp hugann. Það verður uppselt á Anfield og vonandi leggja stuðninsmenn Liverpool sitt lóð á vogarskálarnar. Jürgen þarf líka að stilla liðinu betur upp en hann gerði í Watford. Hafi hann ekki trú á Christian Benteke þá verður hann að láta Divock Origi leiða sóknina. Það dugir ekki að mæta með engann sóknarmann eins og gegn Watford. Vörnin var líka slök í þeim leik og illa gekk að verjast beinskeyttri sókn heimamanna. Sóknarlína Leicester er ekki árennileg og nú þarf að þétta vörnina. Martin Skrtel er meiddur og Dejan Lovren líka. Hann er þó farinn að æfa en ólíklegt er að hann geti leikið á morgun. Það var slæmt að Króatinn skyldi meiðast gegn WBA því hann var búinn að vera vaxandi. En það tjáir ekki að fást um það. Svo er spurning hvort Simon Mignolet verði orðinn leikfær að nýju. Ekki tókst Adam Bogdan að sýna að hann sé betri en Belginn á móti Watford eins og margir voru búnir að halda fram.
Leicester var í Liverpool um síðustu helgi og vann þá athyglisverðan sigur 2:3 á Everton. Það mun því ekkert vanta upp á sjálfstraust gestanna á morgun og líklega verður það mun meira en hjá gestgjöfunum. Samt spái ég Liverpool sigri. Philippe Coutinho og Christian Benteke munu skora í 2:1 sigri. The Kop styður vel við bakið á leikmönnum Liverpool og stuðningsmenn Rauða herins fara kátir heim í jólaafganganna. Gleðileg jól :)
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Leicester City
Fyrsti jólaleikurinn er sannkallaður stórleikur. Liverpool fær topplið deildarinnar í heimsókn á Anfield. Nei, það kemur hvorki frá London eða Manchester. Toppliðið er Leicester City og líklega gæti maður verið að fá útborgun fyrir heimsreisu hefði maður veðjað á að Liverpool mætti toppliði deildarinnar á öðrum degi jóla þegar leikjadagskráin var kynnt í sumar.
Það er ekki annað hægt að heillast af Leicester City og því hvernig liðið hefur spilað á leiktíðinni. Fyrir ári var liðið við botn deildarinnar en það náði að bjarga sér með mögnuðum endaspretti í vor. Stig á nýjársdag á Anfield kom sér vel en þá jafnaði liðið 2:2 eftir að Steven Gerrard kom Liverpool í 2:0. Liðið hélt svo áfram á sömu braut og það lauk síðustu leiktíð. Það lék af krafti og beitti hröðum sóknum. Jamie Vardy og Riyad Mahrez hafa raðað inn mörkum og fáar varnir hafa náð að hafa hemil á þeim. En lið nær ekki svona árangri nema að spila sem liðsheild. Tveir menn koma liði ekki á toppinn í neinni deild.
Eftir góða byrjun undir stjórn Jürgen Klopp hefur Liverpool fatast flugið. Fyrir síðustu þrjá leiki liðsins hefðu flestir spáð því að liðið myndi eiga góða möguleika á níu stigum. Staðreyndin er sú að liðið fékk eitt stig út úr leikjunum þremur og aðeins tvö mörk litu dagsins ljós. Liðið fékk skell í síðasta leik í Watford og í þeim leik sást berlega að Jürgen á mikið verk óunnið. Kannski meira verk en margir héldu eftir fyrstu leikina sem hann stýrði liðinu.
Á morgun verður liðið að rífa sig í gang. Atlaga að sæti í Meistaradeildinni hefur fjarað út það sem af er mánaðar og nú dugar ekkert annað en að herða upp hugann. Það verður uppselt á Anfield og vonandi leggja stuðninsmenn Liverpool sitt lóð á vogarskálarnar. Jürgen þarf líka að stilla liðinu betur upp en hann gerði í Watford. Hafi hann ekki trú á Christian Benteke þá verður hann að láta Divock Origi leiða sóknina. Það dugir ekki að mæta með engann sóknarmann eins og gegn Watford. Vörnin var líka slök í þeim leik og illa gekk að verjast beinskeyttri sókn heimamanna. Sóknarlína Leicester er ekki árennileg og nú þarf að þétta vörnina. Martin Skrtel er meiddur og Dejan Lovren líka. Hann er þó farinn að æfa en ólíklegt er að hann geti leikið á morgun. Það var slæmt að Króatinn skyldi meiðast gegn WBA því hann var búinn að vera vaxandi. En það tjáir ekki að fást um það. Svo er spurning hvort Simon Mignolet verði orðinn leikfær að nýju. Ekki tókst Adam Bogdan að sýna að hann sé betri en Belginn á móti Watford eins og margir voru búnir að halda fram.
Leicester var í Liverpool um síðustu helgi og vann þá athyglisverðan sigur 2:3 á Everton. Það mun því ekkert vanta upp á sjálfstraust gestanna á morgun og líklega verður það mun meira en hjá gestgjöfunum. Samt spái ég Liverpool sigri. Philippe Coutinho og Christian Benteke munu skora í 2:1 sigri. The Kop styður vel við bakið á leikmönnum Liverpool og stuðningsmenn Rauða herins fara kátir heim í jólaafganganna. Gleðileg jól :)
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan