| Heimir Eyvindarson

Góðar fréttir af Sakho - og fleiri meiðslafréttir

Jürgen Klopp sagði frá því á blaðamannafundi í dag að meiðsli Mamadou Sakho væru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Meiðslalistinn er loks að minnka.

Sakho meiddist í leiknum gegn Crystal Palace 8. nóvember s.l. Í fyrstu var talið að hann yrði frá í 6-8 vikur hið minnsta, en nú er talið að hann verði kominn á ferðina fyrr en áætlað var.

„Við höfum fengið jákvæðar fréttir af Sakho. Meiðsli hans eru ekki eins alvarleg og talið var. Við viljum ekki setja neina ákveðna dagsetningu niður, en við fáum hann örugglega til baka á þessu ári", sagði Klopp í dag.

Eins og við sögðum frá fyrr í vikunni þá virðist Daniel Sturridge vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hafa haldið honum á hliðarlínunni síðasta mánuðinn. Klopp segist þó ekki vera viss um að hann verði með gegn Manchester City á laugardaginn.

„Daniel Sturridge er í eins góðu standi og hægt er að ætlast til eftir 5 vikna fjarveru. Ég mun taka ákvörðun um það á morgun hvort hann verður með á móti Manchester City. Hann er allavega ekki í 100% leikæfingu, en stundum eru 5 mínútur nóg fyrir góðan framherja."

„Ibe og Milner eru komnir á fulla ferð. Kolo Toure og Jose Enrique sömuleiðis. Jordan Henderson byrjaði að æfa í rólegheitunum í dag og við reiknum með að Jordan Rossiter byrji að æfa með liðinu á sunnudaginn."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan