| Grétar Magnússon
Liverpool gerði í dag jafntefli í lokaleik sínum á Asíu- og Ástralíuferðalagi sínu þetta sumarið. Lokatölur gegn úrvalsliði Malasíu urðu 1-1 þar sem Jordon Ibe jafnaði metin í fyrri hálfleik.
Byrjunarliðið var þannig skipað að Adam Bogdan var í markinu. Í vörninni stóðu vaktina þeir Nathaniel Clyne, Martin Skrtel, Dejan Lovren og Alberto Moreno. Á miðjunni voru Jordan Henderson, Lucas og James Milner, fremstu þrír voru svo Jordon Ibe, Divock Origi og Adam Lallana.
Á 13. mínútu kom fyrsta mark leiksins og þar var Patrick Weh að verki. Hann fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Liverpool, náði einni snertinu með öxlinni og skeiðaði í átt að marki. Dejan Lovren fylgdi honum en náði ekki að koma í veg fyrir snöggt skot Weh sem virtist koma Bogdan í markinu að óvörum líka. Boltinn í netinu og Weh fagnaði markinu vel og innilega.
Jöfnunarmark Liverpool kom svo á 28. mínútu og var það einkar glæsilegt. Jordon Ibe fékk þá boltann frá Origi úti hægra megin. Hann tók á rás inní vítateig framhjá varnarmanni og þrumaði svo að marki. Skotið var fast og boltinn hafnaði efst uppi í nær horninu. Flott mark hjá stráknum unga.
Það sem eftir lifði leiks var svosem ekki mikið fyrir augað, bæði lið gerðu skiptingar en það fór svo að mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-1. Gestirnir frá Liverpool voru þó betri í leiknum og fengu fleiri færi en náðu ekki að nýta sér þau.
Nokkrir ungir leikmenn fengu tækifæri hjá Brendan Rodgers í þessum leik, þar á meðal þeir Joe Maguire, Jordan Rossiter, Sheyi Ojo, Daniel Cleary og Pedro Chirivella. Liðið heldur nú aftur heim til Englands og hvílir sig eftir ferðalögin þangað til að næsti leikur er gegn HJK Helsinki þann 1. ágúst.
Liverpool: Bogdan, Clyne (Cleary, 80. mín.), Skrtel, Lovren, Moreno (Maguire, 80. mín.), Henderson, Lucas (Rossiter, 72. mín.), Milner (Chirivella, 90. mín.), Ibe, Origi (Ojo, 72. mín.), Lallana.
Mark Liverpool: Jordon Ibe.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
TIL BAKA
Jafntefli gegn úrvalsliði Malasíu

Byrjunarliðið var þannig skipað að Adam Bogdan var í markinu. Í vörninni stóðu vaktina þeir Nathaniel Clyne, Martin Skrtel, Dejan Lovren og Alberto Moreno. Á miðjunni voru Jordan Henderson, Lucas og James Milner, fremstu þrír voru svo Jordon Ibe, Divock Origi og Adam Lallana.
Á 13. mínútu kom fyrsta mark leiksins og þar var Patrick Weh að verki. Hann fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Liverpool, náði einni snertinu með öxlinni og skeiðaði í átt að marki. Dejan Lovren fylgdi honum en náði ekki að koma í veg fyrir snöggt skot Weh sem virtist koma Bogdan í markinu að óvörum líka. Boltinn í netinu og Weh fagnaði markinu vel og innilega.
Jöfnunarmark Liverpool kom svo á 28. mínútu og var það einkar glæsilegt. Jordon Ibe fékk þá boltann frá Origi úti hægra megin. Hann tók á rás inní vítateig framhjá varnarmanni og þrumaði svo að marki. Skotið var fast og boltinn hafnaði efst uppi í nær horninu. Flott mark hjá stráknum unga.

Það sem eftir lifði leiks var svosem ekki mikið fyrir augað, bæði lið gerðu skiptingar en það fór svo að mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-1. Gestirnir frá Liverpool voru þó betri í leiknum og fengu fleiri færi en náðu ekki að nýta sér þau.
Nokkrir ungir leikmenn fengu tækifæri hjá Brendan Rodgers í þessum leik, þar á meðal þeir Joe Maguire, Jordan Rossiter, Sheyi Ojo, Daniel Cleary og Pedro Chirivella. Liðið heldur nú aftur heim til Englands og hvílir sig eftir ferðalögin þangað til að næsti leikur er gegn HJK Helsinki þann 1. ágúst.
Liverpool: Bogdan, Clyne (Cleary, 80. mín.), Skrtel, Lovren, Moreno (Maguire, 80. mín.), Henderson, Lucas (Rossiter, 72. mín.), Milner (Chirivella, 90. mín.), Ibe, Origi (Ojo, 72. mín.), Lallana.
Mark Liverpool: Jordon Ibe.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan