| Sf. Gutt

Liverpool verður alltaf í hjarta mínu!

Dirk Kuyt yfirgaf Liverpool með fögrum orðum. Hann segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa Liverpool en félagið verði alltaf í hjarta sínu. Dirk hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.tv.

,,Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti sex yndisleg ár hjá félaginu. Það var mér mikill heiður að leika með Liverpool Football Club, vinna með frábærum leikmönnum og spila fyrir framan þessa dásamlegu stuðningsmenn. En eftir sex ár hef ég tekið þá ákvörðun að reyna eitthvað annað og þess vegna valdi ég að fara til Fenerbahce."

Dirk Kuyt ávann sér miklar vinsældir hjá stuðningsmönnum Liverpool. Hann var spurður hvort hann hefði einhver sérstök skilaboð til stuðningsmannanna.
 
,,Já, það geri ég og mig langar til að færa þeim miklar þakkir. Ég átti sex dásamleg ár hjá Liverpool og það var mér sönn ánægja að spila fyrir hönd eins af stærstu félögum í heimi og bestu stuðningsmanna í heimi. Ég er ekki einn um að sakna stuðningsmanna LFC því það gera líka konan mín og börnin. Mig langar að þakka öllum fyrir allan þann stuðning sem þeir veittu mér og ég á eftir að sakna þeirra. En LFC verður alltaf í hjarta mínu."

,,Þetta er alveg einstakt félag. Það voru forréttindi fyrir mig að spila með Liverpool. Ég mun alltaf horfa til baka á þessi sex ár með stóru brosi."

Það gerðist margt á þessum sex árum sem Dirk spilaði hjá Liverpool en hann kom til félagsins síðla sumars 2006. Hvað skyldi hafa verið eftirminnilegast?

,,Það var nú kannski ekki neitt eitt því ég upplifði margar frábærar stundir hjá Liverpool. Ég naut allra markanna sem ég skoraði og allra þeirra sem ég lagði upp. Mér fannst líka alveg einstakt að enda síðustu leiktíð með bikar handa stuðningsmönnunum. Ég kom til Liverpool með það að markmiði að vinna til verðlauna og það gladdi mig að það endaði á því að það skyldi takst."

 

,,Það var líka dásamleg upplifun að leika fyrir hönd féalgsins á þessum mögnuðu Meistaradeildarkvöldum á Anfield. Þessi kvöld voru ótrúleg og ég gleymi þeim aldrei. Það var líka alveg magnað að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Því miður tókst okkur ekki að vinna en það var mögnuð reynsla að komast í úrslitaleik með Liverpool og sjá alla stuðningsmenn okkar."

Já, Dirk Kuyt ávann sér miklar vinsældir meðal stuðningsmanna Liverpool. Hann lagði sig alltaf allan fram í hvern einasta leik. Ekki gekk nú alltaf allt upp en Hollendingurinn dró aldrei af sér og slíkir menn ávinna sér virðingu ætíð virðingu.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan