| Sf. Gutt
,,Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti sex yndisleg ár hjá félaginu. Það var mér mikill heiður að leika með Liverpool Football Club, vinna með frábærum leikmönnum og spila fyrir framan þessa dásamlegu stuðningsmenn. En eftir sex ár hef ég tekið þá ákvörðun að reyna eitthvað annað og þess vegna valdi ég að fara til Fenerbahce."
,,Já, það geri ég og mig langar til að færa þeim miklar þakkir. Ég átti sex dásamleg ár hjá Liverpool og það var mér sönn ánægja að spila fyrir hönd eins af stærstu félögum í heimi og bestu stuðningsmanna í heimi. Ég er ekki einn um að sakna stuðningsmanna LFC því það gera líka konan mín og börnin. Mig langar að þakka öllum fyrir allan þann stuðning sem þeir veittu mér og ég á eftir að sakna þeirra. En LFC verður alltaf í hjarta mínu."
,,Þetta er alveg einstakt félag. Það voru forréttindi fyrir mig að spila með Liverpool. Ég mun alltaf horfa til baka á þessi sex ár með stóru brosi."
,,Það var nú kannski ekki neitt eitt því ég upplifði margar frábærar stundir hjá Liverpool. Ég naut allra markanna sem ég skoraði og allra þeirra sem ég lagði upp. Mér fannst líka alveg einstakt að enda síðustu leiktíð með bikar handa stuðningsmönnunum. Ég kom til Liverpool með það að markmiði að vinna til verðlauna og það gladdi mig að það endaði á því að það skyldi takst."
Já, Dirk Kuyt ávann sér miklar vinsældir meðal stuðningsmanna Liverpool. Hann lagði sig alltaf allan fram í hvern einasta leik. Ekki gekk nú alltaf allt upp en Hollendingurinn dró aldrei af sér og slíkir menn ávinna sér virðingu ætíð virðingu.
TIL BAKA
Liverpool verður alltaf í hjarta mínu!
,,Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti sex yndisleg ár hjá félaginu. Það var mér mikill heiður að leika með Liverpool Football Club, vinna með frábærum leikmönnum og spila fyrir framan þessa dásamlegu stuðningsmenn. En eftir sex ár hef ég tekið þá ákvörðun að reyna eitthvað annað og þess vegna valdi ég að fara til Fenerbahce."
,,Já, það geri ég og mig langar til að færa þeim miklar þakkir. Ég átti sex dásamleg ár hjá Liverpool og það var mér sönn ánægja að spila fyrir hönd eins af stærstu félögum í heimi og bestu stuðningsmanna í heimi. Ég er ekki einn um að sakna stuðningsmanna LFC því það gera líka konan mín og börnin. Mig langar að þakka öllum fyrir allan þann stuðning sem þeir veittu mér og ég á eftir að sakna þeirra. En LFC verður alltaf í hjarta mínu."
,,Þetta er alveg einstakt félag. Það voru forréttindi fyrir mig að spila með Liverpool. Ég mun alltaf horfa til baka á þessi sex ár með stóru brosi."
,,Það var nú kannski ekki neitt eitt því ég upplifði margar frábærar stundir hjá Liverpool. Ég naut allra markanna sem ég skoraði og allra þeirra sem ég lagði upp. Mér fannst líka alveg einstakt að enda síðustu leiktíð með bikar handa stuðningsmönnunum. Ég kom til Liverpool með það að markmiði að vinna til verðlauna og það gladdi mig að það endaði á því að það skyldi takst."
Já, Dirk Kuyt ávann sér miklar vinsældir meðal stuðningsmanna Liverpool. Hann lagði sig alltaf allan fram í hvern einasta leik. Ekki gekk nú alltaf allt upp en Hollendingurinn dró aldrei af sér og slíkir menn ávinna sér virðingu ætíð virðingu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan