| Sf. Gutt
Engar opinberar fréttir hafa borist í dag af málefnum Fernando Torres. Liverpoolfc.tv hefur aðeins greint frá því að skriflegri sölubeiðni Fernando Torres, sem hann lagði fram á föstudagskvöld, hafi verið hafnað. Annað hefur ekki heyrst úr herbúðum Liverpool og Chelsea.
Nokkrir fjölmiðlar, til dæmis hin trausta vefsíða BBC, telja að Liverpool muni selja Fernando ef Chelsea er tilbúið að borga fimmtíu milljónir sterlingspunda fyrir Spánverjann. Verði sú niðurstaðan yrði um algjört metfé að ræða en enskt félag hefur aldrei borgað eins hátt verð fyrir knattspyrnumann.
Getgátur eru líka uppi um að Liverpool gæti fengið Nicolas Anelka sem hluta af kaupverðinu. Frakkinn þekkir vel til hjá Liverpool eftir að hafa verið lánsmaður þar í hálft ár seinni hluta keppnistímabilsins 2001/02. Sóknarmaðurinn ungi Daniel Sturridge hefur líka verið nefndur sem skiptimaður en Nicolas er mun líklegri kostur.
Hver svo sem raunveruleg staða mála er núna þá er ljóst að botn fæst í málið ekki síðar en klukkan ellefu annað kvöld en þá lokar fyrir félagaskipti.
TIL BAKA
Hvað verður um Fernando?

Nokkrir fjölmiðlar, til dæmis hin trausta vefsíða BBC, telja að Liverpool muni selja Fernando ef Chelsea er tilbúið að borga fimmtíu milljónir sterlingspunda fyrir Spánverjann. Verði sú niðurstaðan yrði um algjört metfé að ræða en enskt félag hefur aldrei borgað eins hátt verð fyrir knattspyrnumann.
Getgátur eru líka uppi um að Liverpool gæti fengið Nicolas Anelka sem hluta af kaupverðinu. Frakkinn þekkir vel til hjá Liverpool eftir að hafa verið lánsmaður þar í hálft ár seinni hluta keppnistímabilsins 2001/02. Sóknarmaðurinn ungi Daniel Sturridge hefur líka verið nefndur sem skiptimaður en Nicolas er mun líklegri kostur.
Hver svo sem raunveruleg staða mála er núna þá er ljóst að botn fæst í málið ekki síðar en klukkan ellefu annað kvöld en þá lokar fyrir félagaskipti.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan