Fernando enn meiddur

Fernando fer nú í stífa sjúkraþjálfun. Ekki er enn ljóst hvort hann verður orðinn leikfær þegar Liverpool mætir Everton í botnslag um aðra helgi en mestu skiptir að hann nái að hrista þennan erfiða meiðsladraug af sér. Þessi meiðsli Fernando eru enn eitt áfallið fyrir Liverpool og sannast nú, sem oftar, að sjaldan er ein báran stök.
Fernando hefur aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann hefur átt þátt í fjórum þannig hann hefur komið við sögu í fimm af þeim sjö deildarmörkum sem Liverpool hefur skorað hingað til. Þrátt fyrir mikla gagnrýni þá hefur hann nú ekki verið verri en þetta.
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp Framkvæmdastjóri ársins! -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin. - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Allt kom fyrir ekki! -
| Grétar Magnússon
Gullhanskinn til Alisson -
| Grétar Magnússon
Markakóngur