| Sf. Gutt
Þótt Yossi Benayoun hafi ekki borið Rafael Benítez of vel söguna þá finnst honum greinilega mjög vænt um Liverpool! Hann óskar gamla liðinu sínu alls góðs á leiktíðinni sem er nýhafin. Þessar heillaóskir komu í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina.
,,Mér fannst rosalega gaman að spila þar og það var heiður að leika fyrir hönd svo mikils félags. Allir vita um vandræðin sem hafa verið hjá félaginu en vonandi gengur betur núna þegar allt er sem nýtt eftir að nýi framkvæmdastjórinn tók við. Ég vona að breyting verði til batnaðar hjá félaginu og ég óska því alls hins besta."
Það er ekki amalegt að fá svona góðar óskir frá fyrrum leikmanni Liverpool og þetta er ekki í fyrsta sinn sem Yossi talar vel um Liverpool eftir að hann samdi við Chelsea. Á dögunum lýsti hann því hversu þakklátur hann væri Liverpool.
TIL BAKA
Yossi sendir góðar óskir

,,Mér fannst rosalega gaman að spila þar og það var heiður að leika fyrir hönd svo mikils félags. Allir vita um vandræðin sem hafa verið hjá félaginu en vonandi gengur betur núna þegar allt er sem nýtt eftir að nýi framkvæmdastjórinn tók við. Ég vona að breyting verði til batnaðar hjá félaginu og ég óska því alls hins besta."
Það er ekki amalegt að fá svona góðar óskir frá fyrrum leikmanni Liverpool og þetta er ekki í fyrsta sinn sem Yossi talar vel um Liverpool eftir að hann samdi við Chelsea. Á dögunum lýsti hann því hversu þakklátur hann væri Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan