| Sf. Gutt

Getum ekki beðið!

Liverpool er marki undir eftir fyrri leikinn við Altetico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og þarf tveggja marka sigur til að komast í úrslitaleikinn. Steven Gerrard getur ekki beðið eftir seinni leiknum. Hann segir sig og sína menn hlakka til að takast á við þetta erfiða verkefni sem bíður þeirra á Anfield Road á fimmtudagskvöldið.

,,Við verðum að mæta í sóknarhug til leiks og byrja af krafti. Við höfum verið í svona erfiðri aðstöðu áður og komist áfram. Leikmennirnir eru jákvæðir og ég lofa því að við munum gefa allt í leikinn á fimmtudagskvöldið. Við erum tilbúnir í slaginn en um leið gerum við okkur grein fyrir því að við þurfum að gefa svita og blóð úti á vellinum."

,,Ég vona að við getum unnið með því að skora tvö mörk en ef þeir skora verðum við að skora þrisvar sinnum. Við höfum oft verið með bakið upp að vegg þannig að fólk hefur afskrifað okkur. En við sem leikmenn höfum alltaf trú á að við getum leyst þau verkefni sem bíða okkar. Við munum því fara til leiks þessa kvöldstund með það að leiðarljósi að leggja okkur alla fram og vinna. Við getum ekki beðið eftir að fimmtudagskvöldið renni upp og leikurinn hefjist."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan