| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Það hefur eitt og annað verið tíðinda hjá Liverpool síðustu vikuna. Það lifnaði yfir flestum stuðningsmönnum Liverpool núna fyrir helgina þegar þeir George Gillett og Tom Hicks tilkynntu að þeir hyggðust selja Liverpool Football Club. Nýr stjórnarmaður var skipaður og hann á að sjá um að félagið verði selt og að sú sala fari vel og heiðarlega fram. Nú er bara að vona að félagið fari í góðar hendur!

Eldfjall á Íslandi hefur líka komið við sögu hjá Liverpool. Fernando Torres lék ekki með Liverpool um síðustu helgi og fór svo til Spánar til að láta meðhöndla hnémeiðsli sín. Hann kom aftur heim til Liverpool en átti að fljúga suður til Spánar aftur. Enn hefur ekki verið koma því flugi í kring vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ef rétt er skilið þá fær Fernando ekki leyfi til að spila fyrr en sérfræðingurinn spænski er búinn að skoða hnéið. Eldfjall norður á Íslandi kemur í veg fyrir það!

Fróðleiksmolar:

- Þetta verður í 121. sinn sem þessi lið leiða saman hesta sína.

- Jose Reina hefur haldið 14 sinnum hreinu og hefur enginn markmaður gjört betur í efstu deild á þessari leiktíð.

- Liverpool skoraði ekki gegn Fulham í síðasta heimaleik. Það var í fyrsta sinn á þessu keppnistímabili sem það tókst ekki að skora í heimaleik.
 
- West Ham United hefur ekki tapað það sem af er þessum mánuði.

- Jose Reina hefur einn manna spilað alla deildarleiki Liverpool á þessu keppnistímabili.

- Fernando Torres hefur skorað fimm mörk í gegn Hömrunum í fjórum leikjum.

- Markahæsti leikmaður Liverpool Fernando Torres með 22 mörk.
 
Spá Mark Lawrenson

Liverpool v West Ham United

West Ham náði mjög góðu stigi gegn Everton síðast þegar liðið heimsótti bakka Mersey. Um síðustu helgi vann liðið svo Sunderland. Liverpool verður líklega án Fernando Torres en liðið leikur jafnan vel á heimavelli. Ég hugsa að ekki hafi verið reiknað með því í herbúðum West Ham að eitthvað næðist út úr þessum leik en ég held að liðið falli ekki. Það á nefnilega tvo leiki eftir á heimavelli sem ætti að vera mögulegt að vinna. 

Úrskurður:  Liverpool v West Ham United 2:0.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan