| Sf. Gutt
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur haft áhrif víða um heim og meira að segja mikilvægar áætlanir Liverpool hafa farið úr skorðum vegna eldsumbrotanna!
Fernando Torres fór til Spánar fyrr í vikunni til að fara í meðferð vegna hnjámeiðsla sinna. Hann kom svo til Liverpool til að láta líta á meiðslin og til að vera við minningarathöfnina á Anfield í gær. Áætlunin var sú að hann færi svo aftur til Spánar til að halda meðferðinni áfram. Svo varð ekki þar sem ekki var hægt að fljúga frá Englandi til Spánar vegna eldfjallaösku frá Íslandi!
Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, kom inn á þetta á blaðamannafundi í dag. ,,Hann er núna að vinna með sjúkraþjálfurunum og svo verður hann eitthvað í líkamræktarsalnum. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta allt þróast. Við áttum í vandræðum vegna þess að ekki var hægt að fljúga og þess vegna höldum við meðferðinni áfram hérna."
Rafael sagði að Fernando hefði það gott og það væri ekki útlokað að hann spili gegn West Ham United á mánudagskvöldið. Það er þó alls ekki víst og sérfræðingurinn, sem hefur verið að vinna með meiðslin, á eftir að líta á Fernando áður en framhaldið verður ákveðið.
TIL BAKA
Eldgosið hefur áhrif í Liverpool!

Fernando Torres fór til Spánar fyrr í vikunni til að fara í meðferð vegna hnjámeiðsla sinna. Hann kom svo til Liverpool til að láta líta á meiðslin og til að vera við minningarathöfnina á Anfield í gær. Áætlunin var sú að hann færi svo aftur til Spánar til að halda meðferðinni áfram. Svo varð ekki þar sem ekki var hægt að fljúga frá Englandi til Spánar vegna eldfjallaösku frá Íslandi!
Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, kom inn á þetta á blaðamannafundi í dag. ,,Hann er núna að vinna með sjúkraþjálfurunum og svo verður hann eitthvað í líkamræktarsalnum. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta allt þróast. Við áttum í vandræðum vegna þess að ekki var hægt að fljúga og þess vegna höldum við meðferðinni áfram hérna."
Rafael sagði að Fernando hefði það gott og það væri ekki útlokað að hann spili gegn West Ham United á mánudagskvöldið. Það er þó alls ekki víst og sérfræðingurinn, sem hefur verið að vinna með meiðslin, á eftir að líta á Fernando áður en framhaldið verður ákveðið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan