| Sf. Gutt
Einhverjir voru að vona að Steven Gerrard yrði settur í skammarkrókinn eftir leik Liverpool og Portsmouth. Þeim hinum sömu verður ekki að ósk sinni hvað þetta varðar og Steven fær ekki leikbann.
Á 73. mínútu, leiks Liverpool og Portsmouth, hlupu þeir Steven Gerrard og Michael Brown á eftir boltanum upp að vítateig Portsmouth. Báðir féllu en dómarinn dæmdi aukaspyrnu á Steven. Í endursýningu virtist mörgum að Steven setti handlegginn viljandi í hnakkann á Michael. Dómarinn taldi Steven ekki hafa gert það og að minnsta kosti ekki viljandi enda fékk fyrirliðinn ekki spjald.
Rafael Benítez skipti Steven strax af velli eftir þetta atvik. Eftir leikinn sagði Rafael aðspurður hafa gert það til að hvíla Steven og það hefði verið ákveðið fyrir leikinn að taka hann, Glen Johnson og Fernando Torres af velli, fyrir leikslok, til að hvíla þá.
Einhverjir vildu að Steven fengi refsingu eftir leik Liverpool og Wigan í síðustu viku. Ekkert var gert í því máli frekar en þessu. Hver og einn verður að móta sína skoðun á því hvort fyrirliðinn hafi átt skilið refsingu fyrir þessi atvik annað eða bæði.
TIL BAKA
Steven fær ekki refsingu

Á 73. mínútu, leiks Liverpool og Portsmouth, hlupu þeir Steven Gerrard og Michael Brown á eftir boltanum upp að vítateig Portsmouth. Báðir féllu en dómarinn dæmdi aukaspyrnu á Steven. Í endursýningu virtist mörgum að Steven setti handlegginn viljandi í hnakkann á Michael. Dómarinn taldi Steven ekki hafa gert það og að minnsta kosti ekki viljandi enda fékk fyrirliðinn ekki spjald.
Rafael Benítez skipti Steven strax af velli eftir þetta atvik. Eftir leikinn sagði Rafael aðspurður hafa gert það til að hvíla Steven og það hefði verið ákveðið fyrir leikinn að taka hann, Glen Johnson og Fernando Torres af velli, fyrir leikslok, til að hvíla þá.
Einhverjir vildu að Steven fengi refsingu eftir leik Liverpool og Wigan í síðustu viku. Ekkert var gert í því máli frekar en þessu. Hver og einn verður að móta sína skoðun á því hvort fyrirliðinn hafi átt skilið refsingu fyrir þessi atvik annað eða bæði.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan