| Heimir Eyvindarson

Carra vill komast á Wembley

Jamie Carragher dreymir um að spila úrslitaleik FA bikarkeppninnar á Wembley áður en hann leggur skóna á hilluna, en það hefur kappinn aldrei gert þrátt fyrir að eiga í safni sínu tvo FA bikara.

Carragher hefur unnið fjóra enska bikara með Liverpool á ferli sínum en þá hefur hann alla unnið á Millenium Stadium í Cardiff. Síðasti bikarúrslitaleikur sem Liverpool spilaði á Wembley var árið 1996 en þá var Jamie ekki búinn að vinna sér fast sæti í Liverpool liðinu.

,,FA bikarinn er mjög eftirsóttur og keppnin hefur alltaf haft mikla þýðingu í mínum huga. Ég hef verið í boltanum lengi en aldrei náð að spila bikarúrslitaleik á Wembley. Ég hef spilað þar, en bara með enska landsliðinu."

,,Ég vonast til að geta lyft enska bikarnum á Wembley áður en ég hætti að spila. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir þannig að það væri allra best að ljúka því af á þessu tímabili!"

,,Ég hef spilað nokkrum sinnum í Cardiff og það var auðvitað frábært en það er alveg sérstök stemmning yfir Wembley. Ég var svo heppinn að sjá nokkra leiki á Wembley þegar ég var yngri og ég vona að ég geti boðið syni mínum að upplifa Liverpool leik á Wembley áður en ég hætti. Að keyra með rútunni upp Wembley Way, umkringdur af okkar frábæru stuðningsmönnum er draumur sem ég vona að rætist áður en langt um líður."

Til þess að það megi gerast verðum við samt augljóslega að spila betur en gegn Reading. Leikurinn gegn Reading var mjög erfiður og ég verð að viðurkenna að í lokin vorum við fegnir að halda jöfnu og fá tækifæri á öðrum leik. Hann verður á Anfield og vonandi náum við að sýna betri leik þá."

,,Í upphafi tímabilsins setur maður markið á að vinna allar fjórar keppnirnar sem maður tekur þátt í. Nú þegar erum við búnir að missa af lestinni í þremur þeirra; Meistaradeildinni, Ensku deildinni og Deildarbikarnum. Þá eru bara FA bikarinn og Evrópudeildin eftir. Vonandi tekst okkur að vinna þær keppnir."

,,Við höfum mátt þola mikla gagnrýni á þessu tímabili. Ég minni á að það sama var uppi á teningnum 2005 og þá kláruðum við tímabilið á því að vinna Meistaradeildina. Vonandi náum við líka að klára þetta vonbrigðatímabil með því að ná góðum titli í hús." 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan