| Grétar Magnússon

Plessis skrifar undir nýjan samning

Miðjumaðurinn Damien Plessis hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem heldur honum á Anfield þangað til árið 2012.

Plessis kom til félagsins sumarið 2007 frá Lyon og hefur hann spilað sjö leiki með aðalliði félagsins.  Má segja að honum hafi verið hent út í djúpu laugina því fyrsti leikur hans var gegn Arsenal á Emirates leikvanginum í apríl árið 2008.

Hann hefur skorað eitt mark en það kom á White Hart Lane í tapi liðsins í Deildarbikarnum á síðasta tímabili.

Damien hefur ekki spilað neitt á þessu keppnistímabili en hann hefur verið á bekknum fjórum sinnum.  Hann er svo fastamaður í varaliði félagsins og hefur hann einnig spilað með franska U-21 landsliðinu.
 
Ekki er útilokað að Damien fái tækifæri gegn Arsenal í Deildarbikarnum í kvöld.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan