| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Benítez ánægður með Benayoun
Rafael Benítez fer fögrum orðum um Yossi Benayoun eftir frækilega framgöngu Ísraelsmannsins gegn Burnley í gær.
Beanyoun skoraði þrennu á Anfield í gær og Benítez sagði eftir leikinn að aðrir leikmenn mættu taka Ísraelsmanninn
snjalla til fyrirmyndar. Frammistaða hans í gær væri gott dæmi um hvernig menn gætu sett mark sitt á liðið, án þess að vera fastir menn í liðinu.
Benayoun eyddi u.þ.b. helmingi síðustu leiktíðar á bekknum, en kom síðan mjög sterkur inn á síðari hlutanum og skoraði mörg mikilvæg mörk og er nú á góðri leið með að verða lykilmaður í liðinu.
,,Benayoun er mjög hæfileikaríkur leikmaður og hann getur komið inn af bekknum og breytt gangi leikja. Við vorum ekki vissir um að hann gæti byrjað leikinn í gær eftir langt ferðalag vegna landsleikja, en hann stóð svo sannarlega undir væntingum. Hann spilaði frábærlega, var mjög hreyfanlegur og stöðugt ógnandi."
,,Yossi er maður með mikla reynslu og hann veit að eina leiðin til að vinna sér sæti í byrjunarliðinu er að leggja hart að sér á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Hann leggur sig ávallt allan fram og kvartar ekki yfir hlutskipti sínu."
Þrátt fyrir að Benayoun hafi verið valinn maður leiksins vildi Benítez meina að frammistaða Brasilíumannsins Lucasar á miðjunni hefði verið lykillinn að sigrinum.
,,Lucas stjórnaði miðjunni og var lykilmaður í sóknaraðgerðum okkar. Yossi stóð sig vel í gær, en sigurinn var fyrst og fremst Lucas að þakka."
,,Ég held að aðdáendur liðsins hljóti að hafa hrifist af framgöngu Lucasar í gær, hann barðist eins og ljón og stjórnaði miðjunni eins og herforingi. Yfirferð hans og vinnsla skapaði tækifæri og pláss fyrir hina í liðinu og það var það sem gerði gæfumuninn."
Aðspurður um af hverju Javier Mascherano hefði ekki verið í hópnum í gær sagði Benítez að Argentínumaðurinn væri enn í Suður-Ameríku eftir landsleikjahrinuna.
,,Mascherano er væntanlegur í dag, en hann varð fyrir smá hnjaski í landsleiknum og var í rannsóknum í Argentínu. Læknar okkar hafa verið í sambandi við lækna Argentínska liðsins og hann virðist ekki vera alvarlega meiddur."
Beanyoun skoraði þrennu á Anfield í gær og Benítez sagði eftir leikinn að aðrir leikmenn mættu taka Ísraelsmanninn
snjalla til fyrirmyndar. Frammistaða hans í gær væri gott dæmi um hvernig menn gætu sett mark sitt á liðið, án þess að vera fastir menn í liðinu.
Benayoun eyddi u.þ.b. helmingi síðustu leiktíðar á bekknum, en kom síðan mjög sterkur inn á síðari hlutanum og skoraði mörg mikilvæg mörk og er nú á góðri leið með að verða lykilmaður í liðinu.
,,Benayoun er mjög hæfileikaríkur leikmaður og hann getur komið inn af bekknum og breytt gangi leikja. Við vorum ekki vissir um að hann gæti byrjað leikinn í gær eftir langt ferðalag vegna landsleikja, en hann stóð svo sannarlega undir væntingum. Hann spilaði frábærlega, var mjög hreyfanlegur og stöðugt ógnandi."
,,Yossi er maður með mikla reynslu og hann veit að eina leiðin til að vinna sér sæti í byrjunarliðinu er að leggja hart að sér á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Hann leggur sig ávallt allan fram og kvartar ekki yfir hlutskipti sínu."
Þrátt fyrir að Benayoun hafi verið valinn maður leiksins vildi Benítez meina að frammistaða Brasilíumannsins Lucasar á miðjunni hefði verið lykillinn að sigrinum.
,,Lucas stjórnaði miðjunni og var lykilmaður í sóknaraðgerðum okkar. Yossi stóð sig vel í gær, en sigurinn var fyrst og fremst Lucas að þakka."
,,Ég held að aðdáendur liðsins hljóti að hafa hrifist af framgöngu Lucasar í gær, hann barðist eins og ljón og stjórnaði miðjunni eins og herforingi. Yfirferð hans og vinnsla skapaði tækifæri og pláss fyrir hina í liðinu og það var það sem gerði gæfumuninn."
Aðspurður um af hverju Javier Mascherano hefði ekki verið í hópnum í gær sagði Benítez að Argentínumaðurinn væri enn í Suður-Ameríku eftir landsleikjahrinuna.
,,Mascherano er væntanlegur í dag, en hann varð fyrir smá hnjaski í landsleiknum og var í rannsóknum í Argentínu. Læknar okkar hafa verið í sambandi við lækna Argentínska liðsins og hann virðist ekki vera alvarlega meiddur."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan