| Grétar Magnússon

Miðjuvandræði

Þeir Javier Mascherano og Lucas Leiva hafa leikið saman á miðjunni í öllum leikjum það sem af er tímabili hjá.  Þeir eiga báðir langt ferðalag fyrir höndum aftur til Liverpool og ekki ólíklegt að aðeins annar þeirra byrji gegn Burnley á laugardaginn kemur.

Mascherano þarf að ferðast frá Paraguay en þar töpuðu Argentínumenn 1-0.  Lucas var í brasilíska landsliðshópnum sem spilaði á heimavelli gegn Chile og fór leikurinn fram í nótt að breskum tíma.  Rafa Benítez mun meta ástand þeirra þegar þeir koma aftur til Melwood á morgun, föstudag.

Stjórinn mun helst ekki geta verið án þeirra beggja í leiknum gegn Burnley en hann mun heldur ekki taka neina áhættu með þá tvo því það eru 6 leikir framundan á næstu 17 dögum.

Síðast þegar Mascherano sneri til baka eftir landsleikjahlé meiddist hann á kálfa í næsta leik með Liverpool og vill Benítez meina að erfitt ferðalag Mascherano aftur til Englands hafi spilað sinn þátt í því.

Ef annarhvor Lucas eða Mascherano mun ekki geta byrjað á laugardaginn er líklegt að Steven Gerrard verði færður niður á miðjuna.  Einnig kemur til greina að gefa þeim Damien Plessis eða Jay Spearing tækifæri.

Plessis fékk síðast tækifæri í byrjunarliði í deildarbikarnum gegn Tottenham í nóvember í fyrra.  Spearing spilaði tvo leiki í Meistaradeildinni á síðasta tímabili, gegn PSV og Real Madrid, þar sem hann kom inná sem varamaður, hann hefur ekki spilað Úrvalsdeildarleik fyrir félagið.

Spearing skoraði mark í æfingaleik í gær þar sem varaliðið atti kappi við þá leikmenn aðalliðsins sem ekki voru á ferð með landsliðum sínum, leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Nathan Eccleston skoraði úr víti fyrir varaliðið en Spearing jafnaði svo metin.  Fabio Aurelio spilaði allan leikinn og kenndi sér ekki meins, það er því líklegt að hann muni spila gegn Burnley.

Diego Cavalieri spilaði einnig leikinn en hann er nýkominn til baka úr leyfi frá Brasilíu vegna fráfalls föður síns.

Að lokum má geta þess að fyrstu deildarliðið Swansea hafa sýnt Stephen Darby áhuga og gæti verið að hann fari á láni til félagsins.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan