| Grétar Magnússon
Franski markvörðurinn Charles Itandje hefur verið lánaður út tímabilið til gríska liðsins Kavala FC og gildir lánssamningurinn til 30. júní 2010. Kavala unnu sér sæti í efstu deild í Grikklandi á síðasta tímabili.
Itandje kom til félagsins árið 2007, var hann varamarkvörður fyrir Pepe Reina það tímabil og spilaði alls 7 leiki. Á síðasta tímabili missti hann sæti sitt á varamannabekknum eftir að Diego Cavalieri kom til liðsins og ljóst var að dagar hans hjá félaginu voru taldir.
Erfiðlega hefur hinsvegar gengið að selja Itandje frá félaginu og vakti hann mikla reiði stuðningsmanna þegar hann sást gera grín og hlægja í minningarathöfn um fórnarlömb Hillsborough slyssins í apríl síðastliðnum.
TIL BAKA
Itandje lánaður

Itandje kom til félagsins árið 2007, var hann varamarkvörður fyrir Pepe Reina það tímabil og spilaði alls 7 leiki. Á síðasta tímabili missti hann sæti sitt á varamannabekknum eftir að Diego Cavalieri kom til liðsins og ljóst var að dagar hans hjá félaginu voru taldir.
Erfiðlega hefur hinsvegar gengið að selja Itandje frá félaginu og vakti hann mikla reiði stuðningsmanna þegar hann sást gera grín og hlægja í minningarathöfn um fórnarlömb Hillsborough slyssins í apríl síðastliðnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hvað verður um Darwin? -
| Sf. Gutt
Sóknarmenn í sigtinu! -
| Sf. Gutt
Er ókyrrð í mönnum? -
| Sf. Gutt
Númer 20 lagt til hliðar -
| Sf. Gutt
Minningarorð Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn
Fréttageymslan