Mark spáir í spilin

Fyrsta tækifærið til að snúa blaðinu við, eftir tapið gegn Aston Villa, gefst á morgun þegar Liverpool mætir Bolton. Svigrúm fyrir mistök er lítið og sigur verður að vinnast. Svo þarf að ná langri rispu án taps. Þá getur allt gerst. Liverpool gæti orðið Englandsmeistari. Einfalt ekki satt!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool hefur tapað tveimur af fyrstu þremur deildarleikjum sínum.
- Þar með hefur Liverpool tapað jafn mörgum deildarleikjum og á öllu síðasta keppnistímabili.
- Þetta er versta byrjun Liverpool í deildinni í sex ár.
- Liverpool hefur unnið fimm síðustu leiki sína gegn Bolton.
- Liverpool, hafði fyrir leikinn við Aston Villa, aldrei tapað leik sem Fernando Torres skoraði í.
- Bolton hefur ekki neitt stig í deildinni hingað til og ekki skorað mark.
Spá Mark Lawrenson
Bolton Wanderes v Liverpool
Ef Liverpool á að eiga einhverja mörguleika að vinna deildina þá verður liðið að snúa blaðinu við frá tapleiknum gegn Aston Villa eins og það gerði eftir tapið á fyrsta leikdegi gegn Spurs. Bolton fékk færi gegn Hull í leik sem hefði getað farið á báða vegu en liðið tapaði leiknum.
Úrskurður: Bolton Wanderes v Liverpool 0:2.
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!