Real eru öðruvísi áskorun
Xabi Alonso segir að Real Madrid séu öðruvísi áskorun undir stjórn Juande Ramos fyrir leikmenn Liverpool. Real hafa ekki tapað í síðustu níu leikjum og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim. Hann býst því við erfiðum leik annað kvöld.
Eins og venjulega búa leikmenn Real yfir góðum sóknarmönnum en nú virðist sem svo að þeir séu einnig erfiðari að eiga við varnarlega.
Alonso útskýrir: ,,Þeir eru að spila sem liðsheild. Auðvitað eru þeir með góða sóknarmenn eins og Raul, Robben og Higuain, en þeir eru líka með stöðuga varnarmenn og tvo miðjumenn sem geta varist vel þar fyrir framan, þetta eru allt sterkir leikmenn og við verðum að passa okkur á þeim."
,,Ég býst við því að þeir muni reyna að vinna leikinn án þess að fá á sig mark, en við erum líka með áætlun og reynum að spila viturlega. Það er alltaf lykilatriði að skora útivallarmark í Evrópuleik, það er það sem við munum reyna að gera."
Real hafa lifnað við að undanförnu eftir að Ramos tók við en Alonso telur engu að síður það ekki koma til með að nýtast þeim að hafa stjóra sem hefur þjálfað í ensku úrvalsdeildinni.
Hann sagði: ,,Ég held að allir viti allt um sterkustu deildirnar í Evrópu á þessum tímum. Þeir þekkja okkur vel á Spáni vegna þess að allir okkar leikir eru sýndir þar, en Rafa og við þekkjum Real líka vel þannig að það eru engin leyndarmál."
Liðin eru nú að mætast í fyrsta sinn í Evrópukeppni síðan þau mættust í úrslitum Evrópukeppni Meistaraliða árið 1981 í París. Þar skoraði Alan Kennedy eina mark leiksins og tryggði Liverpool Evrópumeistaratitilinn í þriðja sinn.
,,Ég fæddist árið 1981 þannig að ég man auðvitað ekki eftir þessum leik," sagði Alonso. ,,En þegar maður elst upp þá lærir maður um sögu Liverpool, Real Madrid og Evrópukeppninnar. Frá því sem mér hefur verið sagt voru Real með gott lið og það voru þeim gríðarleg vonbrigði að tapa fyrir Liverpool sem áttu þó skilið að vinna."
,,Það er nokkuð sérstakt að liðin hafi aðeins mæst einu sinni áður í Evrópukeppninni þannig að okkur hlakkar til að mæta þeim."
Yfir þrjú þúsund stuðningsmenn Liverpool eru væntanlegir til Madrid til að styðja sína menn í fyrsta sinn á Bernabeu og vonast Alonso til þess að kvöldið verði þeim eftirminnilegt.
,,Það eru margir stuðningsmenn að fara til Madrid þannig að þetta verður sérstakt. Þetta er falleg borg og þeir munu hafa tækifæri á því að njóta hennar fyrir leik. Bernabeu leikvangurinn er frábær og vonandi munum við kæta stuðningsmennina með spilamennsku okkar."
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!