Gerrard í hópnum
Steven Gerrard er í hópnum sem ferðast til Madrid á þriðjudagsmorguninn fyrir fyrri leik liðsins við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn.
Gerrard hefur verið meiddur undanfarnar þrjár vikur en hann æfði á Melwood í morgun og hefur, að því er virðist, náð sér af meiðslunum.
Rafael Benítez sagði þetta um Gerrard: ,,Steven verður í hópnum. Hann var í góðu lagi á æfingu í morgun. Þetta var öðruvísi æfing þannig að við vorum ekki að reyna 100% á hann, en hann æfði vel og við sjáum nú til."
-
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning!