| Grétar Magnússon

Gerrard gæti verið með

Rafa Benítez neitar því ekki að Steven Gerrard gæti spilað gegn Manchester City á sunnudaginn kemur.  Gerrard meiddist gegn Everton í byrjun mánaðarins og talið var að hann myndi ekki vera klár í slaginn fyrr en í fyrsta lagi fyrir leikinn við Real Madrid eftir viku.

Benítez sagði að Gerrard væri að jafna sig mjög vel af meiðslunum og það væri ekki ólíklegt að hann myndi spila gegn Manchester City á Anfield.

,,Hann er að jafna sig.  Hver dagur skiptir máli þegar um svona meiðsli er að ræða.  Hann er að vinna með læknaliðinu og er sífellt að bæta sig.  Hann er leikmaður sem er venjulega fljótur að jafna sig.  Hann þarf oft minni tíma til þess en aðrir leikmenn."

,,Það kom mér á óvart að lesa það í spænsku blöðunum að hann myndi spila einhverjar mínútur um helgina og vera svo í byrjunarliðinu gegn Real Madrid, en sannleikurinn er sá að við vitum ekki enn hvernig þetta þróast.  Kannski verður hann á bekknum gegn City en það er ómögulegt að segja.  Hann vill spila hvern einasta leik.  Hann veit að leikurinn við City er mjög mikilvægur, og að sjálfsögðu leikurinn við Real Madrid líka."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan