Alveg eins og síðast!
Albert Riera endurtók leikinn í sínum fyrsta leik með Liverpool frá því hann lék sinn fyrsta leik með Manchester City. Hann var nú eins og þá í sigurliði gegn Manchester United. Um árið vann Manchester City 3:1 sigur á United og í gær vann Liverpool 2:1. Það er greinilega gott að hafa Albert með sér í liði gegn Manchester United!
Albert lék mjög vel í gær og stuðningsmenn Liverpool hylltu hann innilega þegar hann skipti við Rayn Babel sem svo skoraði sigurmarkið. Wes Brown lét Albert finna fyrir því til að byrja með en það endaði með því að Albert fór að hafa betur í einvígi þeirra.
Framganga Spánverjans vakti athygli sparkspekingsins Alan Hansen sem fylgdist með leiknum. Alan skrifaði þetta um Albert í pistli sínum á vefsíðu BBC.
"Þeir Dimitar Berbatov og Albert Riera, vinstri útherjinn hjá Liverpool, voru báðir að leika í fyrsta sinn með nýju liðunum sínum. Það verður að segjast eins og er að Albert átti betri frumraun. Albert lék lykilhlutverk úti á köntunum í sókninni og það sama má segja um Ryan Babel þegar hann kom inn á. Nýliðinn herjaði óhræddur á mótherja sína og það sem meira var um vert að hann náði að leika á þá og senda góðar sendingar fyrir markið sem erfitt var að verjast. Liverpool hefur vantað þetta á leiktíðinni. Mér fannst Wes Brown hafa betur gegn Albert framan af en þegar leið á leikinn jókst sjálfstraustið hjá útherjanum og hann náði að láta æ meira að sér kveða."
Frumraun Albert Riera lofar sannarlega góðu en það á eftir að sjá hvernig honum vegnar hjá Liverpool þegar fram líða stundir. Hugsanlega er hann kantmaðurinn sem Liverpool hefur vantað. Hvað sem verður þá mun hann örugglega aldrei gleyma fyrsta leik sínum með Liverpool og hann man líklega enn vel eftir fyrsta leik sínum með Manchester City!
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!