Steven Gerrard mun ekki spila gegn Manchester United
Steven Gerrard mun ekki spila stórleikinn gegn Manchester United um næstu helgi. Hann er nú að ná sér eftir náraaðgerðina en verður ekki orðinn leikfær um helgina. Einhverjir hefðu kannski talið að Steven hefði ekki átt að fara í aðgerð núna um daginn fyrst leikur gegn Manchester United var framundan. En Steven segist ekki hafa getað annað vegna þjáninga.
"Ákvörðunin um aðgerð var tekin eftir leikinn við Standard Liege. Ég hitti félagslækninn daginn sem leikurinn fór fram og sagði honum að ég finndi orðið svo mikið til að ég gæti ekki haldið áfram að spila. Ég var farinn að taka tvöfaldan og svo þrefaldan skammt að verkjalyfjum til að geta æft og spilað. Ég var meira segja farinn að taka verkjalyf í leikjum. Það var bara komið að því að ég gat ekki pínt mig áfram lengur."
Steven segist hugsanlega verða orðinn leikfær þegar Liverpool spilar við Marseille í Frakklandi í Meistaradeildinni í næstu viku.
-
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!