| AB

Mascherano ekki með gegn Newcastle

Groddaleg tækling Mark Noble á fyrrum liðsfélaga sínum Javier Mascherano í leik West Ham og Liverpool á Anfield hefur tekið sinn toll.

Argentínumaðurinn haltraði útaf í leiknum og skildi liðsfélaga sína einum manni færri á vellinum þannig að ljóst var að hann gæti misst af nokkrum leikjum. Það er líka vafamál hvort hann spili í seinni leiknum gegn Inter 11. mars sem væri mikið áfall fyrir Liverpool enda átti hann stórkostlegan leik í fyrri leik liðanna á Anfield.

"Ég verð að ræða við læknaliðið áður en ég ákveð hvort hann verði með gegn Inter Milan en hann verður ekki með um helgina gegn Newcastle," segir Rafael Benitez.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan