Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Jólatörnin hjá Liverpool hefst formlega með útileik í Derby. Þar á bæ hefur fátt gengið á þessari leiktíð. Liðið komst óvænt upp í efstu deild á liðinu vori og hefur ekki náð að fóta sig í deild þeirra bestu. Liverpool vann öruggan 6:0 sigur í fyrri leik liðanna í haust. Sá sigur færði Liverpool upp í efsta sæti deildarinnar. Efsta sætið er ekki lengur innan seilingar en nú dugar ekki annað en að halda í við efstu liðin og bíða færis.
Jólatörnin er ekki sem erfiðust á þessum jólum. Það er að segja hvað leikjafjölda áhrærir. Þrír deildarleikir eru á dagskrá. Þeir hafa oft verið fjórir talsins. Áður fyrr léku liðin stundum dag eftir dag og það gjarnan við sama liðið. Það er liðin tíð en jólatörnin er ein að sterkustu hefðum enskrar knattspyrnu. Það hefur stundum verið rætt um að leggja törnina af eða fækka leikjum. Enn þá sem komið er þá hefur hún haldið velli og ég hugsa að almennir knattspyrnuáhugamenn séu ánægðir með að þessari hefð sé haldið við. Törnin færir drjúgar tekjur í kassa félaganna því mæting á leiki á Bretlandi er sjaldan betri en á þessum árstíma. Leikmennirnir reyndar þurfa að spila út í eitt og fá lítinn tíma til að halda jólin hátíð leg með fjölskyldum sínum. En það er þetta sem gerir þennan árstíma svo skemmtilegan. Mark Lawrenson hefur gefið sér tíma nú yfir jólin til að spá í spilin fyrir jólaleikina og hér er spáin um heimsókn Liverpool til Derby. Gleðileg jól:-)
Liverpool gegn Derby County á síðustu sparktíð: Þar sem Derby lék í næst efstu deild á síðustu leiktíð þá kepptu liðin ekki. Liverpool vann síðustu heimsókn sína á Leikvang stoltsins en hún fór fram snemma á þessari öld.
Spá Mark Lawrenson
Derby County v Liverpool
Það er bara ekki hægt að spá Derby sigri. Það leit út fyrir að liðið næði öllum stigunum í útileiknum gegn Newcastle en þegar upp var staðið þá náði það aðeins jafntefli. Miðað við hversu mörg mörk liðið fær á sig þá finnst manni trúlegt að Liverpoool muni ekki eiga í neinum verulegum vandræðum með að opna vörnina hjá því.
Úrskurður: Derby County v Liverpool 0:2.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!