| Grétar Magnússon

Byrjunarliðið gegn Chelsea

Xabi Alonso er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan í leiknum gegn Arsenal þann 28. október síðastliðinn.

Aðrir leikmenn eru sem hér segir.

Í markinu stendur Charles Itandje, varnarmenn eru Alvaro Arbeloa, Fabio Aurelio, Jack Hobbs og Jamie Carragher.  Á miðjunni eru þeir Lucas, Xabi Alonso, Momo Sissoko og Ryan Babel og frammi eru þeir Andriy Voronin og Peter Crouch.  Þó gæti verið að Ryan Babel verði framar á vellinum í einhverskonar 4-3-3 uppstillingu Rafa Benítez.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan