Gerrard ekki með gegn Chelsea
Steven Gerrard verður ekki með gegn Chelsea í deildarbikarnum á morgun sem eykur líkurnar á því að Xabi Alonso byrji inná.
Steven er sagður hafa magakveisu og heldur því ekki með leikmannahópi Liverpool á morgun til London. Xabi Alonso er til í slaginn að nýju eftir að hafa verið meira eða minna frá vegna meiðsla síðan um miðjan september.
Rafa er feginn að geta valið Alonso aftur í liðið: "Xabi hefur æft af krafti og gott að fá hann aftur því það er mikilvægt að hafa mikilvægustu menn sína til taks þegar annasamur tími eins og jólin eru fram undan."
Leikurinn gegn Chelsea í átta liða úrslitum deildarbikarsins verður í beinni útsendingu á Sýn annað kvöld og hefst klukkan 19:45. Hér gefur á að líta eins og venjulega glæsilega upphitun fyrir leikinn á spjallborði liverpool.is.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan? -
| Sf. Gutt
Næsta víst að Trent er á förum! -
| Sf. Gutt
Ógleymanlegt! -
| Sf. Gutt
Sex fyrirliðar í röðum Liverpool! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Goðsagnaleikur í uppsiglingu -
| Sf. Gutt
Undanúrslitasagan