Xabi Alonso er orðinn leikfær
Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso hefur nú verið úrskurðaður leikfær. Þetta er í annað sinn sem hann fær slíkan úrskurð frá því hann ristarbrotnaði í september. Xabi var í byrjunarliði Liverpool gegn Arsenal í lok október. Hann virtist á hinn bóginn ekki vera tilbúinn í slaginn þá og fór af velli meiddur í leiknum.
Nú á allt að vera í lagi og Xabi hefur fengið grænt ljós á að spila með Liverpool gegn Chelsea í Deildarbikarnum annað kvöld. Þetta eru góðar fréttir því það á eftir að vera liðinu styrkur að fá hann til leiks á nýjan leik. Xabi er búinn að leika sex leiki það sem af er leiktíðar og skora tvö mörk.
-
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki