Momo Sissoko er ekki sáttur
 Momo Sissoko var ekki í hópnum sem fór til Frakklands og sat því eftir á Englandi með sárt ennið.  Hann er alls ekki sáttur við Rafa Benítez vegna þessa.
Momo Sissoko var ekki í hópnum sem fór til Frakklands og sat því eftir á Englandi með sárt ennið.  Hann er alls ekki sáttur við Rafa Benítez vegna þessa.
Sissoko stefnir á að ræða um stöðu sína innan liðsins við Benítez eftir áramótin. Hann sagði við franska útvarpsstöð: ,,Ég er virkilega vondur. Leikurinn var í Frakklandi, öll mín fjölskylda er þar og þau vildu sjá mig á vellinum."
,,Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. Ég hef verið að hugsa um að fara frá félaginu í dágóðan tíma. Það er ákvörðun stjórans að skilja mig eftir. Ég virði þá ákvörðun en ég mun spjalla við hann í janúar."
,,Ég get sætt mig við samkeppni um stöður. En ég hef ekki áhuga á því að spila aðeins í fimmta hverjum leik."
Svo mörg voru þau orð og pirringur Sissoko er skiljanlegur. Því miður fyrir hann eru aðrir leikmenn ofar í goggunarröðinni og hefur Lucas til að mynda staðið sig betur en Sissoko á tímabilinu. Ef Sissoko vill fá að spila meira mætti hann bæta boltatækni sína því enginn efast um varnarhæfileika hans.
- 
                         | Sf. Gutt
 Óheppnasti leikmaður í heimi?
- 
                         | Sf. Gutt
 Úr leik!
- 
                         | Sf. Gutt
 Verðum að leggja harðar að okkur!
- 
                         | Sf. Gutt
 Jeremine Frimpong meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Vildi sýna öllum virðingu
- 
                         | Sf. Gutt
 Alisson meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Curtis með met!
- 
                         | Sf. Gutt
 Stórsigur í Þýskalandi!
- 
                         | Sf. Gutt
 Ryan Gravenberch meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Meiðslafréttir

