Rafa hefur trú á sínum mönnum
Rafael Benítez hefur trú á sínum mönnum til góðra verka í Marseille í kvöld. Hann telur að leikmenn sínir búi yfir nægri reynslu til að klára verkefnið sem bíður við Miðjarðarhafið.
"Við vitum hvernig við eigum að leika þegar við erum undir álagi. Til að vinna titla þurfum við að taka þátt í úrslitaleikjum. Eins og staðan er núna hjá okkur þá er þetta úrslitaleikur fyrir okkur. Við þurfum að spila mjög vel í Marseille ef við eigum að geta komist áfram. Svona er knattspyrnan. Við þurfum að vera einbeittir, undirbúa okkur vel og reyna að finna leiðir til að vinna leikinn. Þetta verður leikur fyrir góða leikmenn með sterka skapgerð og við eigum leikmenn í okkar liði sem hafa báða þessa kosti."
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur

