| Grétar Magnússon

Torres vill ekki að draumurinn deyji

Fernando Torres vill ekki hugsa til þess að draumur hans um að spila í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar deyji út.  Spánverjinn er ánægður með það að spila í Meistaradeildinni en vill alls ekki hætta keppni þar í kvöld.

,,Fyrir okkur þá er þetta leikur tímabilsins það sem af er," sagði Torres varðandi leik kvöldsins.  ,,Sigur eða að vera slegnir út ræðst allt á 90 mínútum."

,,Við vitum að við erum að spila uppá framtíð okkar í Evrópu, en við erum bjartsýnir og ég hef trú á því að við komumst áfram í 16-liða úrslitin."

Torres segist hafa horft á nokkra stórleiki og sæta sigra Liverpool í Evrópukeppninni í gegnum árin til þess að veita sér innblástur.  ,,Síðustu mánuði hef ég horft á nokkra sögulega leiki með bestu leikmönnun félagsins gegnum árin.  Við þurfum þennan anda til þess að vinna í Marseille."

,,Ef við dettum útúr Meistaradeildinni á verður að kenna leikmönnunum um.  Leikurinn í kvöld er sönnun þess.  Við vitum allir að þetta verður erfitt en ég hef trú á því að Liverpool geti unnið í Frakklandi.  Við þurfum hinsvegar að leggja okkur gríðarlega mikið fram."

,,Ég hef alltaf viljað spila í Evrópukeppni þannig að ef ég get skorað sigurmarkið í leiknum sem tryggir okkur áfram þá verður það frábært fyrir mig og Liverpool.  Mig hefur alltaf dreymt um að spila á seinni stigum Meistaradeildarinnar og ég vil gera það núna með Liverpool.  Marseille hafa yfirhöndina þar sem þeir eru á heimavelli en við viljum hefna fyrir tapið á Anfield."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan