| Sf. Gutt

Við ætlum að grípa tækifærið!

Á þriðjudagskvöldið ræðst hvort Liverpool kemst upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Liverpool lék ekki vel gegn Reading um helgina þegar liðið tapaði sínum fyrsta deildarleik á leiktíðinni. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að leikmenn Liverpool muni sýna sitt rétta andlit gegn Marseille og notfæra sér það tækifæri sem þeir hafa á að komast áfram í Meistaradeildinni.

"Ef þú hefðir sagt mér, fimm mínútum eftir að leiknum við Marseille lauk á Anfield, að við gætum tryggt okkur áframhald í síðasta leiknum þá hefði ég hrósað happi yfir því tækifæri. Staða okkar var enn verri eftir tapið gegn Besiktas. Þá vissum við að við áttum virkilega á brattann að sækja en eftir síðustu leiki okkar í keppnini þá vitum við að við höfum þetta allt í okkar höndum. Við erum að spila miklu betur núna en þegar við töpuðum á heimavelli fyrir Marseille og það er mun meira sjálfstraust í liðinu.

Marseille verður líka undir pressu í leiknum eins og við. Við vitum að það er alltaf búist við því að við komumst áfram í útsláttarkeppnina. Það var þó ekki reiknað með því að við færum áfram eftir að þeir unnu okkur á Anfield og eins eftir tapið í Tyrklandi. Líklega hafa þeir þó vonað að við ættum ekki lengur möguleika á að komast áfram. Sem betur fer er þó ekki staðan ekki svoleiðis. Ég hugsa að þeir hafi áhyggjur fyrst þeir eru ekki enn komnir áfram þrátt fyrir að hafa unnið okkur einu sinni. Við verðum að færa okkur þetta tækifæri, sem við höfum skapað okkur, í nyt."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan