| Grétar Magnússon

Við munum ná okkur uppúr þessu

Steven Gerrard segir að stuðningsmenn Liverpool megi ekki örvænta eftir tvo slaka leiki af hálfu liðsins.  Heimavöllurinn hefur ekki reynst happadrjúgur það sem af er tímabilinu og aðeins 6 stig af 12 mögulegum unnist þar.

Gerrard veit að stuðningsmenn liðsins eru ekki ánægðir þessa dagana en hann bendir á að liðið er enn ósigrað í deildinni og er enn á meðal fjögurra efstu liðanna.

,,Við höfum ekki verið sjálfum okkur líkir undanfarið.  Úrslitin hafa ekki verið góð og frammistaðan gæti verið betri."

,,Við erum í lægð núna, það kemur fyrir öll góð lið og við verðum bara að ganga úr skugga um það að við spilum okkur í gegnum þetta.  Við erum ekki að spila eins og við gerum best en það mun breytast."

,,Ég bið stuðningsmennina um að treysta mér þegar ég segi að það er engin krísa í gangi.  Við erum með stórkostlega leikmenn hér og heimsklassa stjóra og við munum komast á réttan kjöl að nýju, það er enginn vafi í mínum huga með það.  Við tekur núna landsleikjahlé þar sem Rafa hefur möguleika á því að skoða hlutina og vinna með þeim leikmönnum sem heima sitja.  Fyrir okkur sem förum í burtu, verðum við að klára okkar starf með landsliðum og koma til baka fyrir stórleik gegn Everton."

,,Ef við getum spilað vel þar og unnið þá mun allt líta betur út að nýju.  Það er það sem við stefnum á."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan