John Welsh

Fæðingardagur:
10. janúar 1984
Fæðingarstaður:
Liverpool
Fyrri félög:
uppalinn
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 1900
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Það er nokkuð sama á hvaða leik þú ferð þar sem John er að spila, það er ekki hægt annað en að taka eftir þessum pilt. Hann er stórkostlegur þessi strákur. Ef þú tekur eftir "lausum" bolta á miðjunni, þá getur þú bókað það að eftir andartak er hann kominn þangað og búinn að hirða boltann. Það er nokkuð sama hvort hann þurfi að tækla mann og annan til þess að komast að honum. En það er ekki bara harkan og dugnaðurinn sem gerir hann að því sem hann er. Hann er af mörgum talinn hafa svipað til brunns að bera og Steven Gerrard hafði á sama aldri.

"Welshy", eins og hann er oftast kallaður, hefur leikið fjölmarga landsleiki fyrir unglingalið Englands og hefur gegnt stöðu fyrirliða hjá þeim. Nú er hann einnig búinn að brjótast inn í varaliðið og ef einhver á eftir að slá í gegn af þeim sem eru í Akademíunni, þá er það Welshy. Oft hefur það verið sagt að menn eigi að leggja nöfn á minnið, en menn skulu svo sannarlega gera það með þetta nafn. Það skemmir heldur ekki fyrir honum að hann getur leikið flestar stöður á vellinum, þó er hann eins og fyrirmyndin, Stevie G, mest fyrir það að spila á miðri miðjunni.

Tölfræðin fyrir John Welsh

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2002/2003 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0
2003/2004 1 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 2 - 0
2004/2005 3 - 0 1 - 0 2 - 0 1 - 0 0 - 0 7 - 0
Samtals 4 - 0 1 - 0 3 - 0 2 - 0 0 - 0 10 - 0

Fréttir, greinar og annað um John Welsh

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil