Krisztian Nemeth

Fæðingardagur:
05. janúar 1989
Fæðingarstaður:
Gyor, Ungverjaland
Fyrri félög:
MTK Hungaria FC
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2007

Ungverska ungstirnið Krisztian Nemeth er einn mest umtalaðasti leikmaður varaliðs Liverpool eftir frábæra frammistöðu hans tímabilið 2007-2008. Þessi efnilegi sóknarmaður gekk til liðs við Liverpool ásamt Andras Simon sumarið 2007 eftir að hafa vakið athygli útsendara félagsins á Evrópumóti U-17 ára liða.

Eftir að hann hafði skrifað undir þriggja ára samning var hann ekki lengi að finna netmöskvana, en hann skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik gegn Manchester City. Ef þessi tvö mörk í hans fyrsta leik vöktu litla athygli, þá var því ekki að heilsa í næsta leik. Þar skoraði hann aftur tvennu gegn Everton og nú fóru stuðningsmenn félagsins að veita Ungverjanum þónokkra athygli.

Nemeth skoraði sitt níunda mark á tímabilinu í leik þar sem varaliðið tryggði sér titilinn á Anfield gegn Aston Villa í maí 2008. Síðar í þessum sama mánuði var hann kallaður upp í ungverska aðallandsliðið eftir að hann hafði tryggt U-19 ára landsliðinu þátttökurétt á Evrópumótinu.

Nemeth er sóknarmaður af Guðs náð, hann er mjög hreyfanlegur og er með góða boltatækni. Það er því ekki ofsögum sagt að búist er við miklu af Nemeth en hann á reyndar enn eftir að spila sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins.
Fyrir leiktíðina, 2008-2009, tók hann þátt í nokkrum æfingaleikjum með liðinu á undirbúningstímabilinu og þótti standa sig með prýði. Talið var að hann myndi fá tækifæri með aðalliðinu á leiktíðinni en svo varð ekki og var það að mestu vegna meiðsla sem héldu honum frá stóran hluta tímabilsins.

Hann var lánaður til Blackpool í næst estu deild Englands, hann varð hins vegar fyrir því óláni að brjóta kinnbein sitt í fyrsta leik sínum með Blackpool og þurti að snúa aftur til Melwood fyrr en áætlað var.
Hugsanlegt er að  Nemeth muni fá tækifæri á næstu leiktíð með aðalliði Liverpool en það eru bundnar miklar vonir við þennan efnilega framherja sem hefur tekið þátt í undirbúningnum með aðalliðinu fyrir komandi leiktíð.

Tölfræðin fyrir Krisztian Nemeth

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2008/2009 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2009/2010 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Krisztian Nemeth

Fréttir

Skoða önnur tímabil