Sebastian Leto

Fæðingardagur:
30. ágúst 1986
Fæðingarstaður:
Alejandro Korn, Argentína
Fyrri félög:
Club Atlético Lanús
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Kantmaður sem kom til Liverpool í félagsskiptaglugganum í janúar 2007 en var á mála hjá Lanús þar til hann gekk til liðs við Liverpool 1. júlí.  Það var hins vegar sá hængur á að vegabréfsáritun hans var dregin aftur eftir að félagsskiptin höfðu gengið í gegn og tímabilið var byrjað, þá var hann ekki löglegur leikmaður fyrir liðið í Úrvalsdeildinni. Það fór ekki vel í Rafael Benítez og þjálfarateymi hans sem höfðu mikla trú á þessum öfluga kantmanni.

Hann lék í tveimur Deildarbikarleikjum og einum Meistaradeildarleik fyrir Liverpool á tímabilinu 2007-2008. Sumarið 2008 var aftur reynt að fá vegabréfsáritun fyrir hann en því var hafnað og var hann því lánaður til Olympiakos í þeirri von að hann gæti fengið leikheimild fyrir næstu leiktíð.

Leto sló í gegn hjá Olympiakos og átti nokkuð fast sæti í liðinu en lenti þó í smá útistöðum við þjálfara liðsins en var þó ekki tekinn úr liðinu til lengdar. Svo virðist sem ekki hafi tekist að fá leikheimild fyrir hann því hann var seldur til gríska liðsins Panathiakos á tæpar þrjár milljónir punda.

Tölfræðin fyrir Sebastian Leto

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2007/2008 0 - 0 0 - 0 2 - 0 2 - 0 0 - 0 4 - 0
2008/2009 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 2 - 0 2 - 0 0 - 0 4 - 0

Fréttir, greinar og annað um Sebastian Leto

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil