Patrik Berger



Gerrard fagnar félaga sínum eftir glæsilegt mark gegn LeedsBerger byrjaði nú tímabilið 1999-2000 ekkert sérstaklega vel og var frammistaða hans frekar upp og ofan. Það tók ekki betra við hjá landsliði Tékklands: "Ég var að spila með Tékkum gegn Færeyingum í síðasta leik okkar í undankeppni Evrópukeppni landsliða. Eftir að leiknum lauk varð mér heldur betur á í messunni. Ég var reiður út í einn Færeyinginn og í algeru hugsunarleysi og heimsku sparkaði ég í hann. Dómarinn sá til mín og sýndi mér rauða spjaldið. Ég sá strax eftir því sem ég hafði gert en það var oft seint og ég fékk tveggja leikja bann." Fyrir vikið var Evrópukeppnin síðastliðið sumar stutt ævintýri og fékk hann aðeins að leika síðasta leik riðlakeppninnar gegn Danmörku.

Berger skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu gegn Wimbledon í 3-1 sigri á Wimbledon 28. desember og gaf fyrirheit um það sem koma skyldi. Hann lék mun betur fyrir Liverpool eftir áramótin og var í miklum ham. Liverpoolklúbburinn á Íslandi var mættur á völlinn 5. febrúar er hann skoraði mark tímabilsins að margra áliti gegn Leeds. Smicer leitaði félaga sinn uppi utan vítateigs og stillti boltanum upp fyrir vinstri fótinn á Berger og þá var ekki að sökum að spyrja. Patrik Berger sagðist aldrei hafa verið í betra formi með Liverpool en einmitt þá: "Glæsimark mitt gegn Leeds var ekki aðeins mitt besta sem ég hef skorað í Englandi og mitt 22. mark í deildinni fyrir Liverpool, það var einnig 50. markið sem ég hef skorað samtals í þeim þremur löndum sem ég hef leikið í, Tékklandi, Þýskalandi og Englandi. Ég held líka að ég hafi skorað 47 þeirra með vinstri fæti."

Frábært mark gegn Man Utd í uppsiglinguFrábært mark gegn Man Utd í uppsiglingu Leikir Liverpool voru leiknir með löngu millibili á þessum tíma og því rétt tæpur mánuður síðan Berger skelfdi Leeds en nú var komið að Man Utd. Þrumufleygur beint úr aukaspyrnu á 27. mínútu skapaði þvílík fagnaðarlæti að allt ætlaði um koll að keyra.Viku síðar var Sunderland í heimsókn. Emile Heskey var felldur innan vítateigs í sínum fyrsta leik og Patrik Berger var látinn taka vítið. Hinn danski Thomas Sörensen var sennilega bara feginn að hafa ekki varið vítaspyrnuna og markmenn vona sennilega að Patrik Berger verði aldrei aftur látinn taka vítaspyrnu fyrir Liverpool. Enn þann dag í dag má finna titringinn í markinu ef vel er að gáð. Liverpool vann 3 af næstu 4 leikjum án þess að Berger kæmist á blað en 9. apríl gegn Tottenham voru Púllarar á Íslandi aftur í heimsókn og fengu menn að sjá nánast endurtekningu á markinu hans gegn Leeds. Berger náði sér því miður ekki á strik frekar en aðrir leikmenn undir lok tímabilsins og Meistaradeildin verður að bíða enn um sinn.

Houllier var ánægður með frammistöðu Paddy á síðasta tímabili: "Hann hefur átt hlutdeild að þriðja hverju marki sem við höfum skorað á þessu tímabili. Þetta er nokkuð vel af sér vikið. Hann er mjög góður miðvallarleikmaður. Honum líkar að hlaupa, sinnir varnaskyldum sínum vel og skilningur hans á knattspynu og þörfum liðsheildarinnar hefur tekið framförum".

"Fyrstu tvö árin mín hér lék ég sem framherji. En síðan stjórinn tók við þá hefur hann fundið réttu stöðuna fyrir mig. Ég bætti varnarleik minn með honum allt síðasta ár og ég hef tekið framförum. Góður varnarleikur snýst bara ekki mað tækla og tætast. Stundum þarf maður bara að stíga tvö skref til vinstri og loka af sendinguna sem getur valdið skaða. Mitt hlutverk snýst líka um að styðja við framherjana en þeir þurfa jú líka að verjast. Án þess að allir verjist þá vinnum við ekki titla."
TIL BAKA