Patrik Berger

Aðstæður á Anfield komu mér á óvart er ég kom hingað frá Borussia Dortmund. Liverpool er mun stærri klúbbur en Dortmund var mun agaðri klúbbur. Liverpool var eins og 2. eða 3. deildar klúbbur ekki eins og Liverpool sem ég vænti. Ég varð fyrir vonbrigðum með æfingarnar og allt skipulagið. Hlutirnir eru allt öðruvísi núna. Við vitum allt um andstæðinga okkar, hver einasti leikmaður er skilgreindur. Houllier hefur fært mig inn á miðjuna. Ég er ekki vinstri kantur, maður fær boltann ekki nógu oft í þeirri stöðu. Ég lék ávallt sem unglingur á miðjunni eða rétt fyrir aftan framherjana og einnig með landsliðinu. Ég hef frjálsari hendur þar."
Patrik gekk mjög vel í æfingaleikjum fyrir leiktíðina og skoraði falleg mörk. Þegar tímabilið hófst var hann í byrjunarliðinu en var slakur í tveim fyrstu leikjunum. Houllier sýndi honum þolinmæði og hún var ríkulega launuð. Berger var frábær í næsta leik gegn Newcastle, barðist eins og ljón og skoraði glæsilegt mark í 4-1 sigri. 19. september skoraði hann gegn Charlton í 3-3 jafntefli og 4

Í byrjun nóvember var mikilvægur leikur gegn Valencia í Evrópukeppninni. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Anfield og Liverpool var 2-0 undir er um tíu mínútur voru til leiksloka á Spáni og á leið út úr Evrópukeppninni. En á 81. mínútu tók Owen á rás og smellti boltanum á hausinn á Macca og þaðan í netið. Á 86. mínútu hleypti Berger af með vinstri og boltinn skall í netinu. Leikurinn endaði 2-2 og mætti Liverpool öðru spænsku liði Celta Vigo en féll þá út. Um mánuði síðar var aftur komið að frábærri aukaspyrnu og nú varð Tottenham fyrir barðinu á vinstri sleggjunni. Berger meiddist snemma í apríl og var ekki með aftur fyrr en í lokaleik tímabilsins. Þrátt fyrir misjafnt gengi Liverpool á leiktíðinni var Patrik fastur maður í liðinu. Hann barðist eins og ljón, lék af miklum krafti og skoraði níu mörk. Að auki var hann búinn að bæta þann hluta leiks sína sem sneri að því að verjast andstæðingum sínum. Berger var kominn til að vera.