Chris Kirkland

Fæðingardagur:
02. maí 1981
Fæðingarstaður:
Leicester, Englandi
Fyrri félög:
Coventry
Kaupverð:
£ 5000000
Byrjaði / keyptur:
31. ágúst 2001
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Kirkland er 1,95 metrar á hæð eða alls 8 sentimetrum hærri en Westerveld og Dudek. Coventry kom í heimsókn á Anfield 12. nóvember 2000 og Houllier tók mætavel eftir frammistöðu stráksins: "Ég vissi að hann væri góður en ekki svona góður." Hann kvartaði sáran yfir fjölmiðlum: "Ég má ekki hrósa leikmanni þá fara fjölmiðlar á stað og segja mig ætla að bjóða í hann. 7 milljón punda kaupverð hefur verið nefnt í því sambandi og það er fáránlegt. Þetta eru heimskulegar vangaveltur og eingöngu ætlaðar til að grafa undan okkur." 28. apríl 2001 mættust liðin aftur á Highfield Road og enn var Houllier tíðrætt um Kirkland: "Hann var svipaður í dag og þegar við unnum Coventry 4-1 á Anfield. Hann kom í veg fyrir pottþétt 4-5 mörk. Hann gæti átt góða framtíð fyrir sér hjá landsliðinu en ég vil ekki segja frekar um málið því að annars segja allir að ég ætli að kaupa hann."

Bryan Richardson formaður Coventry sá fram á fjárhagslega erfiðleika vegna falls úr úrvalsdeildinni og gaf til kynna það sem koma skyldi: "Annar hvor markvarðanna Hedman eða Kirkland verða að fara og hrægammarnir eru þegar byrjaðir að svífa yfir herstöðvum okkar." Þremur mánuðum síðar urðu ummæli Richardson að veruleika 31. ágúst 2001.

"Ég er hæstánægður með að skrifa undir hjá Liverpool. Þetta kom mér að vísu mjög á óvart en eftir að ég ræddi við Gerard Houllier þá hikaði ég ekki við að grípa tækifærið. Það er óneitanlega gaman að ganga til liðs við félag sem er á stöðugri uppleið um þessar mundir. Ég veit að þetta er klisja en ég hef í raun og veru haldið með Liverpool síðan ég var smástrákur svo að þetta er uppfylling drauma minna."

Í kjölfar afdrifaríkra mistaka Dudek gegn Middlesbrough og Man Utd fékk Kirkland verðugt tækifæri tímabilið 2002-2003 og sýndi og sannaði getu sína. Reiknað var með að hann yrði aðalmarkvörður Liverpool í framtíðinni en hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli og hann flutti sig loks um set til Wigan í október 2006.

Tölfræðin fyrir Chris Kirkland

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2001/2002 1 - 0 0 - 0 1 - 0 2 - 0 0 - 0 4 - 0
2002/2003 8 - 0 2 - 0 4 - 0 1 - 0 0 - 0 15 - 0
2003/2004 6 - 0 1 - 0 1 - 0 4 - 0 0 - 0 12 - 0
2004/2005 10 - 0 0 - 0 0 - 0 4 - 0 0 - 0 14 - 0
Samtals 25 - 0 3 - 0 6 - 0 11 - 0 0 - 0 45 - 0

Fréttir, greinar og annað um Chris Kirkland

Fréttir

Skoða önnur tímabil