Ki-Jana Hoever

Fæðingardagur:
18. janúar 2002
Fæðingarstaður:
Amsterdam, Hollandi
Fyrri félög:
Ajax
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. september 2018

Ki-Jana Hoever er talinn vera gríðarlega mikið efni en hann kom til félagsins í september árið 2018 frá Ajax í Hollandi.

Hoever er varnarmaður sem getur spilað bæði hægri bakvörð og sem miðvörður. Hann byrjaði æfingar með U-18 ára liðinu en þjálfarateymi félagsins tók fljótt eftir því hversu góður hann var og var hann kallaður inn til æfinga með aðalliðinu. Hann var svo í leikmannahópnum í FA bikarnum gegn Úlfunum í janúar 2019 og þurfti að gera sig kláran snemma leiks þegar Dejan Lovren meiddist. Þótti Hollendingurinn ungi standa sig vel í þeim leik.

Hann hefur spilað með yngri landsliðum Hollendinga og verður væntanlega framtíðar leikmaður með Liverpool og hollenska landsliðinu.

Tölfræðin fyrir Ki-Jana Hoever

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2018/2019 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0
2019/2020 0 - 0 1 - 0 2 - 1 0 - 0 0 - 0 3 - 1
Samtals 0 - 0 2 - 0 2 - 1 0 - 0 0 - 0 4 - 1

Fréttir, greinar og annað um Ki-Jana Hoever

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil