Sheyi Ojo

Fæðingardagur:
19. júní 1997
Fæðingarstaður:
Hemel Hempstead, Englandi
Fyrri félög:
MK Dons
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2011

Sheyi kom til félagsins frá MK Dons árið 2011.

Hann er gríðarlega snöggur kantmaður sem getur spilað á vinstri og hægri kanti og getur hann verið hrein martröð fyrir varnarmenn að eiga við.

Eftir að hafa spilað með U-18 ára liði félagsins var hann svo færður upp í U-21 árs hópinn fyrir tímabilið 2014-15 og var hann einnig kallaður upp í U-18 ára landslið Englands.

Hann hóf svo æfingar með aðalliðshópi félagsins eftir að hafa staðið sig mjög vel á tímabilinu með U-21 árs liðinu og sat hann m.a. á varamannabekknum í leik gegn Burnley á 2. dag jóla 2014.

Tölfræðin fyrir Sheyi Ojo

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2015/2016 8 - 0 3 - 1 0 - 0 0 - 0 0 - 0 11 - 1
2016/2017 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
Samtals 8 - 0 5 - 1 0 - 0 0 - 0 0 - 0 13 - 1

Fréttir, greinar og annað um Sheyi Ojo

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil