Stewart Downing

Fæðingardagur:
22. júlí 1984
Fæðingarstaður:
Middlesbrough
Fyrri félög:
Middlesbrough, Aston Villa
Kaupverð:
£ 18500000
Byrjaði / keyptur:
15. júlí 2011
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Fljóti, fjölhæfni og leikni kantmaðurinn Stewart Downing ólst upp hjá Middlesbrough þar sem hann spilaði til ársins 2009 og var lykilmaður í liði Middlesborough sem komst i úrslit Evrópukeppninnar árið 2006.

Liverpool skoðaði möguleikann á að fá hann árið 2008 þegar Rafael Benitez var við stjórnvölin en Albert Riera var keyptur í hans stað. Ári seinna yfirgaf Downing uppeldisfélag sitt og gekk til liðs við Aston Villa þar sem hann þótti vaxa mikið í leik sínum.

Hann spilaði 75 leiki með Aston Villa og rúma 180 leiki með Middlesborough, einnig sem hann hefur verið fastamaður í enska landsliðinu og er kominn með 27 landsleiki á ferilskrá sína.

Hann var keyptur á átján milljónir punda til Liverpool í júlí árið 2011 frá Aston Villa og þreytti frumraun sína fyrir félagið gegn Sunderland í opnunarleik tímabilsins. Minnstu munaði að hann hefði skorað fyrsta mark sitt fyrir liðið í leiknum en eftir frábæran sprett og skot fyrir utan teig hafnaði boltinn í þverslánni.

Miklar vonir eru bundnar við Downing enda góðir vinstri kantmenn ekki verið algeng sjón hjá Liverpool á síðustu árum.

Tölfræðin fyrir Stewart Downing

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2011/2012 36 - 0 6 - 2 4 - 0 0 - 0 0 - 0 46 - 2
2012/2013 29 - 3 2 - 0 2 - 0 12 - 2 0 - 0 45 - 5
Samtals 65 - 3 8 - 2 6 - 0 12 - 2 0 - 0 91 - 7

Fréttir, greinar og annað um Stewart Downing

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil