Mauricio Pellegrino

Fæðingardagur:
05. október 1971
Fæðingarstaður:
Argentínu
Fyrri félög:
CA Velez Sarsfield, Barcelona, Valencia
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
05. janúar 2005
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Pellegrino hóf ferill sinn hjá CA Vélez Sarsfield í Argentínu, þar sem hann spilaði tæpa 200 leiki. Vann hann til fjölda titla með Vélez, td. Copa Libertadores og evrópska/suður-ameríska bikarinn´94 (CA Vélez 2-0 Milan AC ) ásamt öðrum titlum.

Árið 1998 var hann lánaður til Barcelona þar sem hann spilaði 23 leiki á tímabilinu, Barcelona urðu deildarmeistarar þetta ár, en Pellegrino náði aldrei að hrífa þjálfaran Louis van Gaal. Snéri hann því aftur heim til Argentínu eftir tímabilið.

En árið 1999 urðu þáttaskil á knattspyrnuferli Pellegrino þegar hann snéri aftur til spánar eftir aðeins tvo leiki með Vélez, nú til Valencia þar sem hann spilaði með landa sínum Roberto Ayala(keyptur 2000) í miðvarðarstöðunni. Átti þetta miðvarðarpar eftir að verða kjarni varnarinnar hjá Valencia.

Valencia komust tvisvar í röð í úrslitaleikinn í meistaradeildinni, fyrst 1999/2000 en töpuðu þá fyrir Real Madrid 3-0, árið eftir gerðu þeir 1-1 jafntefli við Bayern Munchen en töpuðu að lokum leiknum í vítaspyrnukeppni þar sem Kahn varði 3 víti og þar á meðal spyrnuna frá Pellegrino sem var jafnframt síðasta spyrna leiksins!

Tímabilið 2001/02 varð hann deildarmeistari með Valencia, höfðu Valencia þá ekki orðið meistarar síðan 1971. Tímabilið eftir fór Pellegrino úr axlarlið og var hann einungis 16 sinnum í byrjunarliðinu á kostnað Carlos Marchena. Valencia urðu aftur deildarmeistarar þetta tímabil og unnu þeir einnig UEFA bikarinn og kom Pellegrino aðeins við sögu í úrslitaleiknum er hann kom inná á 86mín. Síðasti bikar sem Pellegrino vann með Valencia var svo Super Cup sem var í ágúst síðastliðnum gegn Porto (2-1).

Tölfræðin fyrir Mauricio Pellegrino

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2004/2005 12 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 13 - 0
Samtals 12 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 13 - 0

Fréttir, greinar og annað um Mauricio Pellegrino

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil