Nicolas Anelka

Fæðingardagur:
14. mars 1979
Fæðingarstaður:
Versölum
Fyrri félög:
PSG, Arsenal, Real Madrid
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
21. desember 2001
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Arsene Wenger keypti "Nico" kornungan frá PSG til Arsenal í lok tímabilsins 1996-97 fyrir hálfa milljón punda. 26 deildarleikir og 6 mörk var tölfræðin eftir fyrsta heila tímabilið hjá Arsenal þegar Arsenal vann bæði deild og bikar. Anelka endaði tímabilið með stæl er hann skoraði annað mark Arsenal gegn Newcastle í úrslitum FA-bikarsins. Leiktíðina 1998-99 skein stjarna hans skærast. 17 mörk í 35 deildarleikjum og var valinn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Anelka vildi hins vegar ekki vera lengur á Highbury og var seldur til Real Madrid á 22 milljónir punda. 28 mörk í 91 leik reyndist afraksturinn hjá Arsenal þegar búið er að taka allar keppnir með í reikninginn.

Anelka lék 19 deildarleiki og skoraði 2 mörk fyrir Real auk þess að skora 2 mörk í 4 Meistaradeildarleikjum. Hann fagnaði sigri í Meistaradeild en tímabilin urðu ekki fleiri. Sigrarnir urðu hins vegar fleiri og hann fagnaði Evrópumeistaratitli með Frökkum um sumarið. Nicolas langaði aftur í heimahagana til Parísar og var seldur þangað fyrir 22 milljónir punda. Hann náði sér ágætlega á strik á síðasta tímabili, skoraði 8 mörk í 27 deildarleikjum og alls 5 mörk í 9 Meistaradeildarleikjum. Á þessu tímabili hefur hann hins vegar aftur lent upp á kant við forráðarmenn þess liðs sem hann leikur með og eftir einungis 2 mörk í 11 leikjum var þessi 22 ára framherji lánaður til Liverpool 21. desember 2001.

Houllier telur enga áhættu fólgna í því að fá Anelka til Liverpool: "Ég vissi að þetta gæti verið stórkostlegt tækifæri, bæði fyrir okkur og hann, og ákvað að grípa það. Nico þekkir enska boltann og stóð sig vel hjá Arsenal. Metnaður hans mun gera það að verkum að hann mun standa sig vel hjá okkur og hraði hans og markaskorarahæfileikar munu uppfylla vonir okkar. Hvaða áhættu er ég að taka? Ég veit hvað hefur verið skrifað um hann en mér stendur á sama. Það á ekki að leyfa leikmanni með hans hæfileika að hverfa á braut. Það verður að gefa honum sjálfstraustið að nýju til þess að hann byrji að skora að nýju. Ég held að hann sé líka mun þroskaðri en hann var. Ég vil fá hann vegna þess að ég trúi á hann. Ef það er einver áhætta fólgin í þeirri ákvörðun þá er hún vel þess virði."

Gefum Anelka orðið: "Þegar ég yfirgaf Arsenal, þá var það ekki útaf því að mér mislíkaði England á nokkurn hátt. Vandamálin voru í hausnum á mér. Stundum þróast ferill þinn ekki sem skyldi og þú verður að vera sterkur andlega til að yfirstíga þannig vandamál. Sum atvik sem áttu sér stað í Madrid og París hjálpuðu ekki upp á sakirnar en nú vonast ég til að skilja það allt að baki og koma ferli mínum í gang að nýju. Sú staðreynd að Liverpool vann fjölda bikara á síðasta tímabili réði miklu um ákvörðun mína. Jafnvel þó að ég sé einungis lánaður til Liverpool þá vonast ég til að standa mig vel hjá Liverpool og dvelja þar um langan tíma. Úrvalsdeildin virðist hæfa mínum hæfileikum og þegar ég var hjá Arsenal þá nýtti ég hraða minn til hins ítrasta sem er jú mín sterkasta hlið. Liverpool hefur marga frábæra leikmenn í herbúðum sínum og ég er sérstaklega spenntur fyrir að leika við hlið Michael Owen."

Houllier afþakkaði pent að gera samning við þennan leyndardómsfulla dreng. Hann skoraði vel á þriðja tug marka fyrir Man City á fyrsta tímabili sínu þar en alls er óvíst með framtíð hans í enska boltanum.

Tölfræðin fyrir Nicolas Anelka

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2001/2002 20 - 4 2 - 1 0 - 0 0 - 0 0 - 0 22 - 5
Samtals 20 - 4 2 - 1 0 - 0 0 - 0 0 - 0 22 - 5

Fréttir, greinar og annað um Nicolas Anelka

Fréttir

Skoða önnur tímabil