)

Nicolas Anelka

Nicolas Anelka er maður vikunnar. Nico var óvænt settur í byrjunarliðið gegn Everton og hann nýtti tækifærið til hins ítrasta og hefur varla skaðað möguleika sína á að honum verði boðinn langtímasamningur hjá Liverpool.

Anelka hefur lítið skrifað á heimasíðu sína síðan hann fór til Liverpool. Hann segir ástæðuna vera þá að hann vildi einbeita sér 100% að Liverpool en nú gat hann ekki lengur orða bundist.

"Ég er í góðu formi og mark mitt gegn Everton sannar það. Fyrsta markið mitt í Englandi í þrjú ár, þrjú ár!!! Ég mun aldrei gleyma þessu marki. Ég skoraði gegn Birmingham í bikarnum en þetta er mun mikilvægara mark. Ég er líka ánægður með hvernig ég afgreiddi boltann, ekki slæmt! Það bíða ávallt allir með eftirvæntingu eftir viðureign þeirra Bláu gegn þeim Rauðu og ég var ánægður að jafna leikinn fyrir liðið mitt í þessum tvísýna nágrannaslag. Það kemur mér ekki á óvart að ég er í góðu formi. Ég get nú spilað heilan leik án vandkvæða og það er góð tímasetning með heimsmeistarakeppnina í sumar í huga. Ferill minn hefur verið í lægð í tvö ár en nú er sá tími að baki."

TIL BAKA