Arthur Melo

Fæðingardagur:
12. ágúst 1996
Fæðingarstaður:
Goiania, Brasilíu
Fyrri félög:
Gremio, Barcelona, Juventus
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. september 2022
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Arthur Melo kom á lokadegi félagaskiptagluggans 2022 á láni frá Juventus. Mikil meiðsli herjuðu á miðjumenn liðsins í upphafi tímabils og brugðist var við með því að fá Arthur lánaðan til félagsins.

Arthur er brasilískur og hóf ferilinn í heimalandinu með Gremio árið 2015. Liðið vann Copa Libertadores árið 2017 og var hann maður leiksins í seinni leik úrslitanna gegn Lanús, þrátt fyrir að spila aðeins 50 mínútur í leiknum.

Sumarið 2018 var hann svo keyptur til Barcelona og þar var hann í tvö tímabil þar sem deildin vannst einu sinni sem og ofurbikar Spánar einu sinni. Arthur var svo auðvitað með Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar árið 2019 þegar liðið mætti Liverpool. Í frægum seinni leik liðanna kom hann inná sem varamaður og gat lítið gert annað en að horfa á þá rauðu vinna 4-0 og slá spænska liðið þar með úr keppni.

Sumarið 2020 komust svo Barcelona og Juventus að samkomulagi um félagsskipti Arthur til Ítalíu og Miralem Pjanic til Spánar en auk þess reiddu Juventus fram greiðslu fyrir Brasilíumanninn. Hjá Juve hefur ferill Arthur ekki verið eins farsæll eins og búist var við. Meiðsli hafa plagað hann töluvert auk þess sem að þjálfaraskipti liðsins hafa ekki hjálpað til. Hjá Juve varð hann bikarmeistari sem og meistari meistaranna.

Arthur er mjög teknískur leikmaður og getur spilað hvar sem er á miðjunni en flestir segja að hann kunni best við sig aftarlega þar. Hann hefur til þessa spilað 22 landsleiki fyrir Brasilíu og var mikilvægur hluti af liðinu sem vann Copa America á heimavelli árið 2019. Þar byrjaði hann fimm af sex leikjum í keppninni, þar með talið leiki í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitaleiknum hvar hann lagði upp mark og var svo að lokum valinn í lið mótsins.

Tölfræðin fyrir Arthur Melo

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2022/2023 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 1 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 1 - 0

Fréttir, greinar og annað um Arthur Melo

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil