Stefan Bajcetic

Fæðingardagur:
22. október 2004
Fæðingarstaður:
Vigo, Spánn
Fyrri félög:
Celta Vigo
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. febrúar 2021

Stefan Bajcetic kom til félagsins frá spænska félaginu Celta Vigo í febrúar árið 2021.

Hann er með spænskt vegabréf og hefur spilað fyrir yngri landslið þeirra en faðir hans er serbneskur og spilaði á sínum tíma fyrir landslið Serbíu.

Stefan er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað bæði sem miðvörður og miðjumaður. Hann spilaði í fyrsta sinn fyrir U-18 ára lið félagsins tímabilið 2020-21 þegar hann var ennþá gjaldgengur í U-16 ára liðið.

Tímabilið 2021-22 stóð hann sig frábærlega og fékk meðal annars tækifæri með U-21 árs liði félagsins í úrvalsdeild 2 og í ungliðakeppni UEFA. Hann meiddist því miður undir lok tímabilsins og missti af síðustu þrem mánuðunum vegna þeirra. Það vakti svo athygli að hann var hluti af æfingahóp aðalliðsins á undirbúningstímabilinu sumarið 2022 og í fyrstu leikjum tímabilsins var hann á bekknum í ensku úrvalsdeildinni. Þann 27. ágúst fékk hann svo sitt fyrsta tækifæri með liðinu þegar hann kom inná sem varamaður gegn Bournemouth, í leik sem vannst 9-0.

Tölfræðin fyrir Stefan Bajcetic

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2022/2023 11 - 1 2 - 0 2 - 0 4 - 0 0 - 0 19 - 1
2023/2024 0 - 0 0 - 0 1 - 0 1 - 0 0 - 0 2 - 0
Samtals 11 - 1 2 - 0 3 - 0 5 - 0 0 - 0 21 - 1

Fréttir, greinar og annað um Stefan Bajcetic

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil