Calvin Ramsay

Fæðingardagur:
31. júlí 2003
Fæðingarstaður:
Aberdeen
Fyrri félög:
Aberdeen
Kaupverð:
£ 6500000
Byrjaði / keyptur:
19. júní 2022

Calvin Ramsay var keyptur sumarið 2022 frá skoska félaginu Aberdeen og skrifaði hann undir langtíma samning.

Ramsay er sóknarsinnaður hægri bakvörður en hann byrjaði að æfa með Aberdeen níu ára gamall og skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumanna samning árið 2019. Hann hóf ferilinn á miðjunni og spilaði í þeirri stöðu allt til 15 ára aldurs en fyrstu skrefin sem bakvörður steig hann í ungliðakeppni í Skotlandi. Eftir það var ekki aftur snúið og spilaði hann sem hægri bakvörður næstu árin hjá unglingaliðum Aberdeen.

Hans fyrsti leikur fyrir aðallið Aberdeen kom í mars 2021 þegar hann kom inná sem varamaður gegn Dundee United. Áður en tímabilinu lauk hafði hann spilað fimm leiki, þar af einn leik í byrjunarliði og ljóst að hann hafði komið sér vel inní myndina fyrir næsta tímabil.

Það fór svo að hann spilaði 24 leiki í skosku úrvalsdeildinni og þrjá til viðbótar í bikarkeppnum. Auk þess öðlaðist hann smá reynslu í Evrópukeppni þegar Aberdeen spiluðu í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ramsay þykir góður spyrnumaður og var sá sem tók flestar horn- og aukaspyrnur hjá Aberdeen, hann er góður sóknarlega og fyrirgjafir hans þykja vera mjög góðar. Þetta er uppskrift af hægri bakverði sem við þekkjum ágætlega hjá Liverpool.

Alls spilaði Ramsay 39 leiki fyrir Aberdeen, lagði upp níu mörk og skoraði eitt. Hann var útnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í Skotlandi af samtökum íþróttafréttamanna fyrir tímabilið 2021-22 og var einnig tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn af leikmannasamtökum Skotlands.

Þegar Ramsay var tilkynntur sem leikmaður Liverpool var treyjunúmer hans einnig gefið út og mun hann vera með númer 22 á bakinu.


Tölfræðin fyrir Calvin Ramsay

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2022/2023 0 - 0 0 - 0 1 - 0 1 - 0 0 - 0 2 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 1 - 0 1 - 0 0 - 0 2 - 0

Fréttir, greinar og annað um Calvin Ramsay

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil