Rhys Williams

Fæðingardagur:
03. febrúar 2001
Fæðingarstaður:
Preston, Englandi
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 2010

Rhys Willams er miðvörður og hefur verið hjá Akademíu félagsins síðan hann var smá patti. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-18 ára liðið tímabilið 2016-17 þegar hann var enn í grunnskóla. Í dag spilar hann reglulega fyrir U-18 og U-19 (sem spilar í ungliðadeild UEFA) ára liðin.

Tímabilið 2018-19 spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir U-23 ára liðið og spilaði sinn fyrsta leik gegn Villarreal í nóvember það tímabil. Í febrúar 2019 skrifaði hann undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir U-18 ára lið Englendinga. Ekki var gleðin búin hjá honum þetta ár því hann var einnig hluti af liðinu sem vann ungliðakeppni FA bikarsins en bikarinn vannst á dramatískan hátt í vítaspyrnukeppni gegn Manchester City.

Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Kidderminster Harriers og þótti standa sig vel þar.

Hans fyrsti leikur fyrir aðallið félagsins var svo í Deildarbikarnum tímabilið 2020-21 þegar hann byrjaði inná og spilaði allan leikinn gegn Lincoln City í 2-7 sigri.

Tölfræðin fyrir Rhys Williams

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2020/2021 9 - 0 2 - 0 2 - 0 6 - 0 0 - 0 19 - 0
2021/2022 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2022/2023 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 9 - 0 2 - 0 2 - 0 6 - 0 0 - 0 19 - 0

Fréttir, greinar og annað um Rhys Williams

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil