Leighton Clarkson

Fæðingardagur:
19. október 2001
Fæðingarstaður:
Blackburn
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 2017
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Leighton Clarkson kom til félagsins ungur að árum. Hann er miðjumaður sem þykir hafa gott auga fyrir góðum sendingum og hann er öflugur í föstum leikatriðum.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-18 ára lið félagsins tímabilið 2017-18 en þá var hann enn gjaldgengur í U-16 ára liðið. Hann spilar sem stendur reglulega með U-18 og U-19 ára liðunum.

Hann var svo, eins og fleiri jafnaldrar hans fæddir árið 2001, hluti af sigurliði félagsins í FA Youth Cup tímabilið 2018-19 og í júlí 2019 skrifaði hann undir sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá Liverpool.

Hann fékk svo smjörþefinn af aðalliðinu í október árið 2019 þegar hann sat á varamannabekknum í Deildarbikarleik gegn Arsenal.

Tölfræðin fyrir Leighton Clarkson

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2019/2020 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0
2020/2021 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 1 - 0
Samtals 0 - 0 1 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 2 - 0

Fréttir, greinar og annað um Leighton Clarkson

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil